Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 376
360
BÚNAÐARRIT
bergi og Þistill Grétars á Skipalæk. Frissi hlaut I.
heiðursverðlaun, Prúður í Egilsseli I. verðlaun A, en
Prúður á Setbergi og Þistill á Skipalæk hlutu I. verð-
laun B.
Fljótsdalshreppur. Þar var sýningin ágætlega sótt
og sýndir alls 72 hrútar, 47 fullorðnir og 25 vetur-
gamlir. Þeir fullorðnu vógu 94.6 kg, sem er 2.1 kg
minna cn meðaltal jafngamalla hrúta í sýslunni, en
þeir veturgömlu vógu 76.9 kg eða 0.7 kg meira en
hrútar á sama aldri í sýslunni i heild. Fyrstu verðlaun
hlutu 29 hrútar eða 40%, en 47.9% fyrir fjórum
árum. Enginn hrútur var dæmdur ónothæfur og
aðeins þrir fengu III. verðlaun. Á héraðssýninguna voru
þessir hrútar valdir: Lagður, Valur, Geisli, Hrói og
Prúður, allir frá Guttormi í Geitagerði, og Ljómi og
Goði Péturs í Bessastaðagerði. Allir, nema Goði, hlutu
I. heiðursverðlaun á héraðssýningunni, en hann hlaut
I. verðlaun A. Röðun og stigun hrútanna var einnig frá-
bær eins og hér sézt: Lagður 2. í röðun með 88.0 slig,
Prúður 4. með 86.0 stig, Geisli 5. með 85.5 stig, Valur
8.—9. með 84.5 stig, Hrói 11. með 83.5 slig og Ljómi
16. með 81.5 stig. Eins og stigin og ættir hrútanna
benda til er hér um metfés kindur að ræða, sem komn-
ar eru út ai' þaulræktuðum fjárstofnum. Sauðfjárrækt
Fljótsdælinga á eftir að standa lengi í blóma, þar sem
margir og góðir l'járstofnar eru þar í sveitinni, sem
njóta umhirðu glöggra fjárræktarmanna og góðrar
fóðrunar.
Hjaltastaðarhreppur. Þar voru sýndir 33 hrútar, 16
2ja vetra og eldri og 17 veturgamlir. Fullorðnu hrút-
arnir vógu 89.9 kg að meðaltali, en þeir veturgömlu
70.5 kg til jafnaðar. Báðir aldursflokkar voru því
léttastir sinna jafnaldra í sýslunni. Fyrstu verðlaun
hlutu 16 hrútar, þar al' 3 l'ullorðnir eða 48.5% sýndra
hrúta, en 52.2% fyrir fjórum árum. Á héraðssýning-