Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 383
IIIIUTASYNINGAR
367
val og góð fóðrun. Sex bezlu hrútarnir voru valdir á
héraðssýninguna og hlutu þessa dóina: Viður Lopason
á Viðborðsseli stóð efstur heiðursverðlaunahrúta og
hlaut 87.5 stig, Sproti Lagðsson var 2. í sama flokki og
lilaut 86.0 stig, Lopi Hlutsson á Viðborðsseli var 3. í
röðinni og hafði 85.0 stig, Högni Serksson á Tjörn var
6. með 82.0 stig, Visir Elíasar á Rauðabergi var 11.
með 80.5 stig, en Kútur á Tjörn hlaut I. verðlaun A.
Viður er frábær einstaklingur, klettþungur miðað við
stærð, útlögugóður og mcð afburðamikil og stinn bak-
hold, þó hann sé aðein's veturgamall. Sproti er djásn
að gerð jafnbyggður, holdþéttur og lágfættur, en Lopi
er rígvænn, rýmismikill og holdgóður.
Borgarhafnarhreppur. Þar var sýningin ágætlega
sótt og sýndir alls 73 hrútar, 52 eldri en veturgamlir
og 21 veturgamall. Fullorðnu hrútarnir vógu 96.1 kg
að meðaltali, en þeir veturgömlu 81.1 kg lil jafnaðar.
Ráðir aldursflokkar voru því næst þyngstir sinna
jafnaldra í sýslunni. Fyrstu verðlaun hlutu 30 hrútar
2ja vetra og eldri og 9 veturgamlir eða 53.4% sýndra
hrúta, en 43.9% 1973. Röðun hrúta var nokkru jafn-
ari en áður enda leggja menn kapp á að skipuleggja
vel notkun sæðisgjafa í hreppnum. Eftirtaldir hrúlar
voru ákveðnir á héraðssýninguna: Sléttbakur Snúðs-
son á Hala frá Svínafelli hlaut þar 81.5 stig og var 7.
i rciðun, en þeir Botni og Gosi á Hala, Hnokki á Skála-
felli, Múli á Leiti, Fauski í Gerði og Rosti á Smyrla-
björgum- hlutu allir I. verðlaun A.
Hofshreppur. Sýndir voru 63 hrútar, 37 fullorðnir,
sem vógu 94.2 kg að meðaltali, og 26 veturgamlir, sem
vógu 78.0 kg lil jafnaðar. Eldri hrútarnir voru 0.9 kg
undir meðaltali jafngamalla hrúta í sýslunni, en þeir
yngri 0.8 kg ylir. Fyrstu verðlaun hlutu 20 hrútar 2ja
vetra og eldri og 10 veturgamlir eða 47.6% sýndra
hrúta, en 36.7% fyrir fjórum árum. Á héraðssýninguna