Búnaðarrit - 01.01.1978, Side 387
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
371
A. Sóley 69-114 er heimaalin, f. Gustur 124, m. Sauð-
hyrna 101. Sóley er hvít, hyrnd, dugnaðarleg og jafn-
vaxin með sterka fætur og góða fótstöðu. Afkvæinin eru
hyrnd, eitt svart, hin hvít. Kópur er ágætur I. verðlauna
hrútur, með hlaðin lærahold. Ljósbrá er traustleg ær,
þær veturgömlu síðri, en gimbrin ærefni. Sóley Var geld
gemlingsárið, einlembd tvævetla, síðan tvilembd, gekk
þá með tvö, nema eitt ár, og skilaði þá um og yl'ir 30
kg af kjöti.
Sóley 69-114 hlaut II. verðlaun fyvir afkvæmi.
II. Lind 71-137 er heimaalin, f. Kópur 123, m. Pnið 84.
Lind er hvít, hyrnd, virkjamikil og langvaxin, en hold-
rýr. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, ekki hulin á mjaðm-
arspaða, en allgóð á aftur malir og lærahold, lömbin
allgóð til ásetnings. Hópurinn hefur hvíta og góða ull.
Lind x'ar geld gemlingur, síðan 4 sinnum tvílembd,
einu sinni þrílembd og befur hlotið háa afurðaeinkunn.
Lind 71-137 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Ö x a rf ja rðarhreppur
Þar voru sýndir 2 hrútar með afkvæmum, sjá töflu 3.
Taíla 3. Afkvæmi hrúta Brynjars Ilalldórssonar í Gilhaga
i 2 3 4
A. Fadir: Reginn 71-293, 6 v 89,0 98,0 25,5 127
Synir: 2 hrútar, 3—4 v., I. v 98,0 109,5 25,5 128
2 hrútl., tvíl 41,0 79,0 18,8 113
Dætur: 10 ær, 2—5 v., 7 tvíl., 1 einl/tvíl. . 67,4 97,3 21,2 126
1 ær, 1 v., geld 63,0 97,0 22,5 128
8 gimbrarl., 7 tvíl 41,8 81,2 20,1 114
B. Fadi r: Hlynur 74-388, 3 v 102,0 113,0 26,0 127
Synir: Búi, 2 v., 1. v 102,0 114,0 25,5 131
Dorri, 1 v.. 1. v 83,0 102,0 24,0 130
2 hrútl., tvíl 46,5 82,5 21,0 114
Dætur: 4 ær, 2 v., tvíl 67,8 98,8 22,4 127
7 ær, 1 v., geldar 65,6 96,1 23,0 128
8 gimbrarl., tvíl 44,1 80,9 19,7 115