Búnaðarrit - 01.01.1978, Side 388
372
BÚNAÐARRIT
A. Reginn 71-2ÍIH er frá Leifsstöðum, f. Valur 269,
fæddur Halldóri Stefánssyni á Valþjófsstöðum í Núpa-
sveit, inf. Víðir. Reginn er hvítur, hyrndur, hausfríður,
með sterka fætur og góða fótstöðu, jafnvaxinn, saman-
rekinn og rælctarlegur, með gróin bak-, mala- og læra-
hold. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, líkjast föður að gerð,
með ágæt balt-, mala- og lærahold. Fullorðnu synirnir
eru góðir I. verðlauna hrútar, ærnar nema þrjár, ágæt-
lega gerðar og ræktarlegar með mjög góð hold á aftur-
hluta. Gimbrarnar eru ærefni, en hrútlömbin ekki
hrútsefni, enda fá lömb til undan honum i ár. Ærnar
virðast tæplega í meðallagi frjósamar, en eru farsæl-
ar og góðar mjólkurær. Kynfesta er mikil. Reginn hef-
ur 105 í einkunn t'yrir 349 lömb og 97 fyrir 84 dælur,
og stendur mjög nærri I. verðlaunum. Hann varð fyrir
áfalli við böðun, hefur trúlega fengið brjósthimnu-
bólgu.
Reginn 71-293 hlaut 11. verðlaun fyrir aflcvæmi.
11. Hlijnur 74-388 er frá Birni Benediktssyni í Sand-
fellshaga, f. Austri 71-318, er hlaut II. verðlaun fyrir
afkvæmi 1975, sjá 90. árg., hls. 473, m. 190. Hlynur
er hvítur, hyrndur, holdstinnur, en aðeins lausbund-
inn um bóga sem og sum afkvæmin og ívið malastutt-
ur, sem ekki er að finna hjá afkvæmunum, þróttlegur,
með sterlca fætur og góða fótstöðu. Afkvæmin eru
hvit, hyrnd, holdstinn og með góð bakhold. Búi er
góður I. verðlauna hrútur, Þorri sæmileg I. verðlauna
kind, hrútlömbin þokkaleg hrútsefni, gimhrarnar flest-
ar álilleg ærefni og ærnar eru frjósamar. Hlynur er
með 111 í einkunn fyrir 122 lömb.
Hlynur 74-388 hlaut 11. vcrðlaun fijrir afkvæmi.