Búnaðarrit - 01.01.1978, Síða 393
AFKVÆMASÝNINCAIt Á SAUÐFÉ
377
ofan, báðir grófullaðir og Garri ineð hvítar illhærur.
Nína er ágætlega gerð, en hún og lirútarnir eru með
veilu í afturkjúkum. Gimbrarlambið er gott ærefni,
hrútlambið með kveisu og of gulur.
Böng 70-930 hlaut II. verðlaun fgrir afkvæmi.
C. Spöng 69-031, sömu eigendur, er heimaalin, f. Leiri
170, m. Hervör 321. Spöng er hvít, hyrnd, gul á haus
og fótum, virkjamikil og sterkbyggð, en nokkuð gróf-
gerð. Hún var geld gemlingsárið, hefur síðan alltaf
eignast tvö lömb að vori, en þrisvar skilað einu að
hausti. Meðalþungi tvíl./einl. hefur verið 40.6 kg og
tvíl. 42.0 kg. Hún hafði í afurðaeinkunn 8.0 árið 1975.
Afkvæmin eru hvít, hyrnd, sum gul, önnur ljósleit
á haus og fótum, nokkur gulmenguð í ull og fremur
misjöfn að gerð. Veturgamla ærin cr þykkvaxin og
annað gimbrarlambið gotl ærefni. Lér er jafnvaxinn
og kröftugur hrútur.
Spöng 69-681 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
I). Arða 71-516 óla og Gunnars Halldórssona á Gunn-
arsstöðum er heimaalin, f. Jökull 65-148, sem hlaut III.
verðlaun fyrir afkvæmi 1971, sjá 85. árg., bls. 379, m.
Fenja 333. Arða er hvít, hyrnd, ljósgul á haus og fót-
um, með sterka fætur og góða fótstöðu, jafnvaxin og
vöðvafyllt, en aðeins laus urn bóga, frjósöm og afurða-
góð. Hún var geld lambsveturinn, hefur síðan alltaf
verið tvílembd og aðeins misst eitt lamb að vori, meðal-
jningi tvílembinga að hausti 43,0 kg. Afkvæmin eru
hvít, hyrnd, ljósgul eða gul á haus og fótum, með
sterka fætur og gleiða fótstöðu, lágfætt, jafnvaxin
og vöðvaþykk. Búi er ágætlega jafngerður hrútur, stóð
efstur af veturgöinlum hrúturn í Presthólahreppi 1975,
en var mcð bris í kjálka i haust. Kynfesta er mikil.
Arða 71-516 hlaut 1. verðlaun fgrir afkvæmi.