Búnaðarrit - 01.01.1978, Síða 395
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
379
þrílembd, meðalþungi tvílembinga 49.0 kg á fæti og
einlembingurinn lagði sig mcð 20.0 kg falli. Afkvæmin
eru hvít, hyrnd, fullorðnu synirnir ágætir I. verðlauna
hrútar, Þristur með afbragðs lærahold, hrútlömbin
líkleg lirútsefni.
Kúðlujrna 71-443 hlaut I. verðlaiui fi/rir afkvæmi.
H. Ðjörf 71-426 sama eiganda er heimaalin, f. Goði
66-158, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1971 og
1973, sjá 87. árg., bls. 347, m. Fura 200. Djörf er hvít,
hyrnd, sterkleg og virkjamikil ær, frjósöm og afurða-
góð. Hún átti lamb gemlingur, sem lagði sig með 16.0
kg falli, hefur síðan verið fjórum sinnum tvílembd og
einu sinni einlembd, með afurðaeinkunn 5.3. Afkvæm-
in eru hvít, hyrnd, nokkuð sundurleit að gerð, tvær
yngri ærnar vel gerðar og ágætlcga holdsamar, en 4 v.
ærin gisbyggð, Dorri sláni, önnur gimbrin líklegt ær-
efni.
Djörf 71-426 hlaut 11. verðlaun fijrir aflcvæmi.
I. Sif 72-516 sama eiganda er heiiuaalin, f. Lalli 70-188,
sem hlaut I. verðlaun yrir afkvæmi 1975, sjá 90. árg.,
bls. 480, m. Rifa, mf. Goði 66-158, sem áður er getið.
Sif er hvít, hyrnd, ágætlega gerð, jafnvaxin og ræktar-
leg, mcð trausta fætur og góða fótstöðu. Hún var geld
gemlingsárið, hefur síðan alltaf verið tvílembd og
skilað tveimur lömbum, er með í al'urðaeinkunn 8.3.
Afkvæmin eru hvít, hyrnd, jafnvaxin, samstæð og
ræktarleg. Tvistur er ágætur I. verðlauna hrútur, var
2. í röð 2ja vetra á hreppssýningu 1977, gimbrin snot-
urt ærel'ni. Kynfesta er mikil.
Sif 72-516 hlaut 1. verðlaun fijrir afkvæmi.