Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 396
380
BÚNAÐARRIT
Norður-Múlasýsla
Þar var sýndur einn hrútur með af'kvæniuin, Svanur
73-156 á Grund í Borgaríjarðarhreppi, sjá töflu 7.
Taíla 7. Afkvæmi Svans á Grinul
i 2 3 4
Fadir: Svanur 73-156, 4 v ... 122,0 119,0 27,0 128
Synir: 2 hrútar, 1 v., I. og II. v 83,5 102,0 23,5 128
2 hrútlömb 49,(1 83,5 20,0 118
Dætur: 7 ær, 2 v., 5 tvíl 63,3 95,8 21,4 123
12 gimbrarh, tvíl 43,7 82,1 19,7 114
Svanur 73-156 Hannesar Árnasonar á Grund er heiina-
alinn, f. Fifill, ni. Svanhvít. Svanur er hvítur, hyrndur,
nieð vel hvíta ull, bollangur, framúrskarandi útlögu-
góður, bakbreiður og lágfættur. Al'kvæmin eru öll hvít,
hyrnd, sum bjartleit, en önnur svart- eða guldröfnótt
í andliti, ullin vel hvít, ágætlega mikil og góð. Þau
erfa öll hina göðu útlögu- og bringubyggingu föðurins,
sterkt, breitt og holdgott liak, stutt klof og góða fót-
stöðu. Fullorðnu dæturnar eru ágætlega frjósamar og
afurðagóðar og gimbrarlömbin mjög góð ærefni. Ann-
ar veturgamli hrúturinn, Prúður, er prýðisgóð I. verð-
launa kind og stóð annar efsti hrútur i sínum aldurs-
flokki, en Höður hlaut aðeins II. verðlaun að jiessu
sinni, lambhrútarnir eru góð hrútsefni. Svanur hef-
ur einkunriina 101 fyrir lömb og 104 fyrir dætur.
Svanur 73-156 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Suður-Múlasýsla
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, Flóki í
Höskuldsstaðaseli í Breiðdalshreppi, sjá töflu 8.