Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 397
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 381
Tnlla 8. Afkvæini Flúkn í Hiiíikiildsstaðascli
i 2 3 4
Fadir: Flóki^ 6 v .... 103,0 104,0 25,0 134
Synir: 2 lirútar, 2 og 3 v., I. v .... 104,5 108,5 25,0 128
1 hrútur, 1 v., I. v .... 88,0 101,0 23,0 129
2 hrútlömb, annur tvíl 45,5 82,0 19,5 116
Dætur: 8 ær, 2 4 v., 5 tvíl 67,8 95,1 20,3 127
1 ær, 2 v., lambgota .... 73,0 102,0 23,0 125
3 ær, 1 v., geldar 66,0 96,6 22,0 124
6 gimbrarlömb, tvíl 38,0 78,9 19,0 115
3 gimbrarlömb, einl .... 38,7 80,0 19,7 115
Flóki Braga Björgvinssonar i Höskuldsstaðaseli er
heimaalinn, í'. Valur, fæddur á Reyðará í Lóni, m.
Síðklædd. Hann er hvítur, hyrndur, þróttlegur og
traustlegur, með vel hvíta og góða ull, sterka fætur,
en ívið langar. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, l'ölgul og
gul í andliti og á fótum, ullin hvít, fínhrokkin og ágæt-
lega góð. ÖIl eru þau útlögugóð og jafnvaxin, með
góð balc-, mala- og læraliold, frísklegt og hraustlegt
útlit, og ræktarleg. Dæturnar eru rígvænar, rýmismikl-
ar og afurðagóðar með frjósemi í góðu meðallagi og
gimbrarlömbin eru ágæt ærefni. Fullorðnu synirnir eru
góðar 1. verðlauna kindur og lambhrútarnir álitleg
hrútsefni.
Flóki hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Austur-Skaftafellssýsla
Þar voru sýndir 8 afkvæmahópar, 4 með hrútum og
4 með ám.
Bæjarhreppur
Þar voru sýndir 2 hrúlar og 1 ær með aíkvæmum, eign
Þorsteins Geirssonar á Reyðará, sjá töfln 9 og 10.