Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 402
386
BÚNAÐARRIT
A. Grinm er heimaalin, f. Gulli, m. Rjóð. Gríma er
hvít, kollótt, kolótt, sœmilega jafnvaxin, en fullháfætt.
Hún er nú 11 vetra og orðin rýr, enda nær alltaf tví-
lembd. Afkvæmin eru hvít, kolótt, flest kollótt, nema
ein ær og veturgamli hrúturinn, sem eru smáhyrnd,
sum ágætlega væn, rýmismikil og holdgóð, en nokkur
fullháfætt. FuIIorðnu dæturnar eru framúrskarandi
frjósamar og ágætlega mjólkurlagnar eins og móðirin,
og gimbrarlömbin eru þokkaleg ærefni. Veturgamli
sonurinn, Grímur, er góð II. verðlauna kind.
Gríma hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Skúffa er heimaalin, f. Sópur 62-841, sæðisgjafi í
Laugardælum, m. Drusla. Skúffa er hvít, kollótt, gul
á haus og fótum, sterkbyggð, jafnvaxin, bakbreið og
holdgóð, með sterka og vel setta fætur. Skúffa er af-
burða frjósöm og mjólkurlagin og hefur átt 12 lömb
á 5 árum og var nú með 3 lömbum, sem öll gengu
undir. Afkvæmin eru hvít, grá eða svört, kollótt eða
smáhyrnd, með sterka og góða fótstöðu, jafnvaxin,
bakbreið og holdgóð. Lömbin eru allgóð til ásetnings
Jió lambhrútarnir séu ívið háfættir, og veturgamla
ærin er vel gerð, með góð bak- og lærahold. Sonur-
inn, KoIIur, var heldur þroskalítill og hlaut II. verðlaun
að þessu sinni.
Skúffa hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Hofshreppur
IJar var sýnd ein ær með afkvæmum, Hnífla Arnars
Bcrgssonar á Hol'i, sjá töflu 13.
Taíla 13. Afkvæmi Ilníflti á Hofi
i 2 3 . 4
Módir: Hnífla, 10 v 60,0 93,0 20,0 123
Synir: Týr, 2 v., II. v 90,0 100,0 23,0 130
Belgur, 1 v., I. v 82,0 98,0 24,0 127
Dætur: 4 ær, 4—7 v., 3 tvíl 64,0 92,8 20,5 123
1 ær, 1 v., mylk 50,0 88,0 20,0 121