Búnaðarrit - 01.01.1978, Síða 403
AFKVÆMASÝN1NGAI! Á SAUÐFÉ
387
Hnífla er heimaalin, f. Goði, m. Héla. Hnífla er hvít,
smáhyrnd, gul á haus og fótum. Hún er öldruð orðin,
en ágætlega væn, með jafna byggingu og góð læraliold.
Aflcvæmin eru hvit, svart- og móflekkótt og grámó-
rauð, ýmist hníflótt, smáhníflótt eða hyrnd. Þau hafa
snotra byggingu og góð bak- og lærahokl. Tveggja
vetra sonurinn, Týr, er góð II. verðlauna kind, en
veturgamli hrúturinn, Belgur, hlaut I. verðlaun og
stóð fjórði efsti hrútur i sínum aldursflokki á lirepps-
sýningunni. Fullorðnu dæturnar eru afburða frjósam-
ar og mjólkurlagnar og gimhrarlambið er gott ærefni.
Hnífla hlaut II. verfílaun fyrir afkvæmi.
V estur-Skaftafellssýsla
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum, Skeifa Jóns
Sigurðssonar, Hvoli, Hörgslandshreppi, sjá töflu 14.
Tafla 14. Afkvœmi Skeifu Jóns á Hvoli
i 2 3 4
Módir: Skcifa, 7 v 72,0 100,0 21,0 137
Sonur: Brúsi, 2 v., I. v 101,0 106,0 27,0 134
Dætur: Skakkliyrna, 2 v 75,0 109,0 23,0 132
2 dætur, 1 v., mylkar 62,5 95,5 20,5 131
1 simkrarlaml), einl 35,0 82,0 18,0 115
Skeifa er heimaalin, f. Styggur, m. Einhyrna, mf. Brúsi.
Hún er virkjamikil, háfætt ær, grófbyggð og gass-
hyrnd, með sæmilega ull. Ærnar, dætur hennar þrjár,
eru allar mjög miklar kindur, með sterka, rétta beina-
byggingu, holdmiklar, en nokkuð háfættar. Þær eru
allar með góð lömb. Gimbrin, sem er síðborin og
skyldleikaræktuð, er sæmilegt ærefni. Hrúturinn, son-
ur hennar, er góður I. verðlauna hrútur, þó fullstór.
Afkvæmin eru stygg og harðgerð, líkt og móðirin.
Ærin hefur alltaf verið tvilembd og gcrt væn lömb,
nema nú í ár.
Skeifa hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.