Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 407
AFKVÆMASÝNINGAK Á SAUÐFÉ
391
þau hafa allsæmilega fætur og fótstöðu. Dæturnar eru
frjósamar og virðast lofandi afurðaær, sú fjögurra
vetra framúrskarandi góð. Gimbrin er líklegt ærefni og
hrúturinn nothæft hrútsefni. Spakur er traustbyggð-
ur, allgóð I. verðlauna kind.
Stör 70-061 hlnnt II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Vestur-Eyjafjallahreppur
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum eign Karls Sigur-
jónssonar á Efstu-Grund, sjá töflu 17.
Tafla 17. Afkvœmi 70-250 Karls Sigurj«>nssonar á Efstu-Crnml
i 2 3 4
Mádir* 70-250, 7 v 69,0 94,0 20,0 126
Synir: 3 lirútar, 2—4 v., I. v .... 91,3 105,3 25,7 130
Fífill, I v., I. v 80,0 99,0 23,5 130
2 hrútl., tvíl 49,0 83,0 19,0 120
Dœtur: 2 œr, 2—4 v., 1 tvíl .... 67,0 100,0 21,5 126
1 œr, 1 v., tvíl/missti 56,0 95,0 21,0 125
70-250 er heimaalin, f. Veri frá Norðurhjáleigu, m.
Spaklát, ml'. Silfri. Ærin er kollótt, gul á haus og
fótum og aftur á hnakka. Ullin cr sæmilega sterk,
ágæt frambygging, sterkt, vel vöðvað bak, sæmileg
malahold, allgóð læri, fætur sterkir, lotstaða rétt og
gleið. Fullorðnu synir liennar eru allir góðar I. verð-
launa kindur, hrútlömbin þokkalcg hrútsefni, ærnar
virkjamiklar og vænar, með ræktarlega hyggingu, tvær
þeirra þó fullgular um hálsinn. 70-250 hefur verið
fjórum sinnum tvílembd og tvisvar einlembd. Hún er
með ágætum mjólkurlagin og hel'ur alltaf skilað mjög
vænum lömbum. Dæturnar virðast líkjast henni mcð
afurðasemi.
70-250 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.