Búnaðarrit - 01.01.1978, Qupperneq 409
AFKVÆMASÝNINGAK Á SAUÐFÉ
393
B. Fífill 73-895 er frá Kálfholti í Ásahreppi, f. Smári
70-884, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1975, sjá
89. árg., bls. 390, m. Smurning 66-231, er einnig hlaut
I. verðlaun fyrir afkvæmi 1975, sjá 89. árg., hls. 394.
Hjalti Gestsson lýsir Fífli svo í umsögn um hrúta í
Laugardælum 1977: „Fífill er kollóttur, litið citt örð-
óttur, með mikla og sæmilega þelgóða og hvíta ull,
vel lokkaða, en Ijósgulur á haus og fótum og dindli.
Haus er mikill og sterklegur, ágætar herðar, bringa
framsett og útlögur miklar, bak sterkt og breitt og bak-
vöðvi sæmilega þykkur, malir og læri allgóð. Fífill cr
virkjamikill hrútur með ágætar herðar, traustbyggð-
ur og öflugur.“ Fífill var 9. í röð heiðursverðlauna
hrúta á héraðssýningu í Rangárvallasýslu 1975 með
81.0 stig. Afkvæmin eru hvít, kollótt, yfirleitt ljós,
sum dröfnótt á haus og fótum, mörg gul í skæklum
og sum smávegis merghærð í ull, skerpuleg, jafnvaxin,
og stinnholda, með glciða fótstöðu, en aðeins kjúku-
löng. Yfirleitt vel fyllt á malir og í lærum, en sum
ívið gróf á krossbeinskamb. Falur og Freyr eru góðir
I. verðlauna hrútar, hrútlömbin hrútsefni, gimbrar-
lömbin yfirleitt góð ærefni. Lambaeinkunn Fífils 1976
er 108 fyrir 114 lömb. Dætur i ár eru ágætlcga frjó-
samar og virðast góðar afurðaær.
Fifill 73-895 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 19. Afkvæmi áa Guðlaugs á Voðmúlastöðum
i 2 3 4
A. Móðir: Siggalcolla* 72-209, 5 v 77,0 101,0 24,0 121
Sontir: Falur, 2 v., 1. v 93,0 107,0 26,5 128
Dætur: 1 ær, 2 v., tvíl 71,0 98,0 24,0 125
1 ær, 1 v., geld 64,0 95,0 23,5 123
2 giinbrarl., tvíl 44,5 81,0 20,8 114
B. Móðir: Bita 70-096, 7 v 86,0 108,0 24,0 128
Synir: 2 lirútar, 2—3 v., I. v ... 103,5 112,5 26,5 130
Dætur: 2 ær, 3—4 v., tvíl 72,0 96,0 21,5 128
1 gimbrarl., þríl/tvíl 45,0 81,0 20,0 112