Búnaðarrit - 01.01.1978, Side 416
400
BÚNAÐARRIT
mf. Elvar. Steðji er hvítur, hyrndur, gulur á haus og
fótum, með hvíta allgóða ull, svera og sterka fætur
og gleiða fótstöðu, jafnvaxinn og traustbyggður, með
góð mala- og lærahold, en elcki alveg gróinn aftan við
bóga. Afkvæmin eru hyrnd, 5 svört, hin hvít, sum
gul, önnur björt eða dröfnótt á haus og fótum, ein-
staka hvít merghár i ull, virkjamikil, en ærnar mis-
jafnar að holdafari. Synirnir eru góðir I. verðlauna
hrútar, hrútlömbin virðast álitleg hrútsefni, gimbr-
arnar, utan ein, álitleg ærefni. 1976 liafði Steðji 104 í
cinkunn fyrir 112 lömb.
Steðji 73-117 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. fíjarmi 73-118 Jónasar í Kálfholti er heimaalinn,
f. Snær 68-835 sæðisgjafi í Laugardælum, m. Prýði
71-104, er hlaut I. verðlaun t'yrir afkvæmi 1975, sjá
89. árg., l)Is. 395. Bjarmi er hvítur, hyrndur, bjartur
á haus, en smáhærður í ull, með svera fætur og gleiða
fótstöðu. Öflugur og þéttbyggður með góð lærahold.
Afkvæmin eru hvít, hyrnd, flest björt, sum dröfnótt
á haus og fótum, með glciða fótstöðu, jafnvaxin, sam-
stæð og skerpuleg. Pjakkur er hrjúfur að ofan eins
og sumar ærnar, en með ágæt lærahold, þeir vetur-
gömlu góðir I. verðlauna hrútar, annað hrútlambið
gotl, hitt allsæmilegt hrútsefni, gimbrarnar flestar
álitleg ærefni. 1976 hafði Bjarmi 98 í einkunn fyrir
111 lömb.
fíjarmi 73-118 hlaut II. verðlann fyrir afkvæmi.
Tafla 24. Afkvæmi áa í Ásahrcppi
i 2 3 4
A. Módir: Snotra* 68-084, 9 v 67,0 98,0 22,0 128
Synir: 2 hrútar, 2—4 v., I. v 98,0 108,5 25,2 130
1 hrútl., einl 60,0 85,0 23,5 121
Dætur: 2 ær, 4—6 v., I tvíl/einl 66,5 96,0 21,8 128