Búnaðarrit - 01.01.1978, Qupperneq 424
408 BÚNAÐAKRIT
B. Fadir: Fristur 72-139, 5 v 106,0 111,0 26,5 129
Synir: 2 hrútar, 2—3 v., I. v 105,0 113,5 25,8 130
Kveikur, 1 v., I. v 84,0 103,0 24,0 130
3 hrútl., 2 tvíl 49,0 86,0 20,3 119
Dætur: 7 ær, 2—3 v., 6 tvíl., 1 tvíl/einl. . . 64,0 100,3 21,4 127
3 ær, 1 v., mylkar, 1 tvíl., 1 tvíl/einl. 58,0 97,3 21,3 125
7 pimbrarl., 5 tvíl., 2 J>ríl/einl 41.9 83,9 19,0 116
.4. Blævnr 72-SD2 er fæddur Ólafi Árnasyni í Oddgeirs-
hólum, f. Frosti (ií)-87t), sem hlaut I. verðlaun fyrir
afkvæmi 1973, sjá 87. árg., bls. 372, siðar sæðisgjafi
í Laugardælum og Akureyri, m. Gála 66-238, er hlaut
I. verðlaun fyrir afkvæmi 1973, sjá 87. árg„ hls. 373,
ff. Þokki 59-803, mf. Lítillátur 61-831. Sauðfjársæðing-
arstöðin í Laugardælum keypti Blævar af Hauki Gísla-
syni á Stóru-Reykjum sumarið 1977. Blævar er hvítur,
hyrndur, ágætlega gerður einstaklingur, stóð efstur af
hrútum á héraðssýningu í Árnessýslu 1975 mcð 85.5
stig. Hjalti Gestsson lýsir honum svo í umsögn um
hrúta í Laugardadum haustið lí)77: „Blævar er nú
haltur og hefir auk Jiess þrifizt illa í sóttvörn í sumar
og því litið að marka útlit hans og vænleika. Blævar
er hvítur, hyrndur, Ijósgulur á haus og fótum, ullin
þelmikil, vcl hvít og mikil. Haus er myndarlegur, horn-
in nokkuð löng, í meðallagi sver, fótstaða ágæt, herð-
ar ávalar, bringa ágæt, bak breilt, sterkt og holdgott,
malir ágætar og malahold og lærvöðvar frábær.“ Af-
kvæmin eru hvít, hyrnd, með hvíta og góða ull, sterka
fætur og góða fótstöðu, jafnvaxin, sterkhyggð, hold-
stinn og ræktarleg, yfirleitt með ágæt hak-, mala- og
lærahold. Hrútlömbin eru öll hrútsefni, sum ágæt,
gimbrarnar fögur ærefni, þær yfirleitt bólgnar af vöðv-
um á baki, mölum og i lærum. Fullorðnu synirnir eru
allir raktir 1. verðlauna hrútar, lágfættir, með ágæta
fótstöðu, vcl gerðan brjóstkassa og ágætega holdgóðir
á baki, möluin og i lærum og röðuðust í efstu sæti á
hreppasýningum á þessu hausti. Kynfesta er mikil.