Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 433
Sauðfjárræktarfélögin 1974-1975
Eftir Suein Hallgrímsson
I. Fjárræktarfélög, sem tekin voru til uppgjörs fyrir
starfsárið 1974—’75, reyndust 98 eða 8 fleiri en árið
1973—’74. Yfirlit um niðurstöður úr skýrslum félag-
anna er i töflu 1. Níu félög liafa bæst í hóp starfandi
félaga: Sf. Hraunhrepps, Mýrasýslu, Sf. Smári, Mýra-
hreppi, V.-ís., Sf. Hólinavíkurhrepps, Strandasýslu,
Sf. Vatnsnesingur, Ivirk juhvanunshreppi, V.-Húna-
vatnssýsln Sf. Skarðshrepps, Sf. Viðvíkursveitar, Sf.
Haganeshrepps og Sf. Holtshrepps, öll í Skagafjarðai-
sýsln og Sl'. Breiðdæla, S.-Múl., en Sf. Smári, Mýra-
hreppi, sendi ekki skýrslur fyrir starfsárið 1974—’75,
en sendi skýrslur árið áður.
Félagsmenn eru nú 811 skráðir, en af þeim ern um
30, þar sem um er að ræða félagsbú. Skýrslufærðar
ær eru nú 80.771 eða 16.050 fleiri en árið áður. Alls
ferst 501 á frá hauslnóttum fram að sauðhurði eða
0,58%. Eru það heldur meiri vanhöld en oft áður.
Þessar ær eru ekki teknar með við útreikning á al'-
urðum eftir á.
II. Imngi ánna. Upplýsingar voru um þunga 39.542 áa
haust og vor, eða tæplega 0 þúsund fleiri en árið áður.
Meðalþungi í október reyndist 59,8 kg eða 1,0 kg minni
en haustið 1973. Þyngstar voru ær í Sf. Vopnafjarðar,
67,4 kg, 66,9 kg í Sl'. Gaulverjabæjarhrepps og 66,2 kg i
Sf. Von, Árneshreppi. Léttastar voru ær í Sf. Hvamms-
hrepps 49,2 kg og i Sf. Geithellahrepps 51,2 kg. Meðal-