Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 442
426
BÚNAÐAKRIT
þungi allra áa í félögununi í janúar var 61,8 kg eða 0,2
kg meiri en árið áður, sem bendir til, að baendur hafi
gert vel við ær um og fyrir fengitíma, eins og raunar
kemur fram i frjóseminni vorið 1975. Að meðaltali
þyngdust ærnar um 9,3 kg frá því í október þar til í
apríl, en Jiað er mun meiri þynging cn undanfarin ár.
Mest var þyngingin á ám í Sf. Mýrahrepps, A.-Skaft.
17,9 kg, og er þetta mesta meðalþynging, sem ég veit
um. I Sf. Öræfinga þyngdust ær um 14,7 kg i Sl'. Slétt-
unga um 14,0 kg, Sf. Austra um 13,5 kg, í Sf. Sveins-
staðahrepps Jiyngdust ærnar um 12,9 kg og í Sl'. A,-
Bárðdæla Jiyngdust Jiær um 12,2 kg. I einu félagi
Sf. Geirmundi, Skarðsströnd, léttust ærnar um 0,5 kg.
III. Frjósemi ánna er nú ineiri en nokkru sinni fyrr,
hvort sem miðað er við fædd lömb eða lömb til nytja
eftir 100 ær. Lömb fædd reyndust nú 167 á hverjar 100
ær, en hafa flest orðið 165 1973—’74, en lömb til nytja
reyndust nú 156 eða 1 fleiri en þau hafa flest orðið,
næsta ár á undan. Vanhöld eru hins vegar 11 lömb á
100 ær eða 6,6%, sem er heldur meira en áður, en
jafnmikið og 1972—’73, cn þá var nokkurt lambalát
sums staðar á landinu. Af einstökum sýslum er frjó-
semin mest í Suður-Þingeyjarsýslu 181 lamb fætt og
171 lamb til nytja eftir 100 ær.
Flest lömb fædd eftir á i einstökum félögum eru í
Sf. Djúpárhrepps 205 og 201 lil nytja. Næst kemur Sf.
Árskógshrepps 189 lömb fædd eftir 100 ær og' 178 til
nytja. í þriðja sæti kemur Sf. Reykjahrepps með 187
lömb fædd og 177 til nytja eftir hverjar 100 ær. Mjög
góð frjósemi er einnig i ám í Sf. Reykdæla og V.-
Bárðdæla, S.-Þing. Lægst er frjósemi áa í Sf. Hraun-
hrepps, Mýrasýslu, 126 lömb fædd og 113 lil nytja eftir
hverjar 100 ær.