Búnaðarrit - 01.01.1978, Side 446
430
BÚNAÐARRIT
þá, en hér munar um frjósemina, sem er 2 lömbum
fleiri iil nytja eftir 100 ær en þá. Mestur reiknaður
kjötþhngi eftir tvílembu er í Strandasýslu 34,3 kg,
N.-ísafjarðarsýslu 33,9 kg, í Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslum 33,0 og í N.-Þingeyjarsýslu 32,3 kg, en í
13 sýslum eru afurðir eftir tvílembu 30,0 kg, eða meira.
Mestur reiknaður kjötþungi eftir einlembu er einnig
í Strandasýslu, 20,2 kg, næstmestur í V.-Húnavatns-
sýslu, 19,7 kg, og í N.-ísafjarðarsýslu, A.-Húnavatns-
sýslu og í N.-Þingeyjarsýslu er hann 19,2 kg að jafn-
aði.
í töflu 3 er skrá um þá 25 félagsmenn fjárræktar-
félaganna, sem fengu 32,0 kg eða meira af reiknuðu
dilkakjöti eftir hverja skýrslufærða á. Þar er nú efstur
Guðlaugur Traustason á Hólmavík með 40,8 kg af
reiknuðu dilkakjöti. Næst er Nanna Magnúsdóttir einn-
ig á Hólmavík með 36,4 kg og í þriðja sæti kemur
Sigurður P. Alfreðsson, Torfastöðum í Vopnafirði, með
35,9 kg. Fjórði er svo Björn H. Karlsson á Smáhömrum
í Kirkjubólshreppi með 225 ær og 35,8 kg eftir hverja
á. f töflu 4 er skrá yfir 25 félagsmenn fjárræktarfélag-
anna, starfsárið 1974—’75, sem höfðu 100 ær eða fleiri
á skýrslu og fengu mest af reiknuðu dilkakjöti eftir
hverja á. Ef miðað hefði verið við 25,0 kg eins og gert
var síðast hefðu verið 186 nöfn í þessari töflu. Efslur
á þessum lista er eins og' síðast liðið ár Björn H. Karls-
son, bóndi Smáhömrum, Kirkjubólshreppi, Stranda-
sýslu, og í 2. sæti er eins og síðast liðið ár Sigurgeir
Jónasson, Vogum, Austra, Mývatnssveit.
l’. Gæðnmat falla. Af 108.092 föllum, sem gæðamat var
til á, fóru 92.131 í I. gæðaflokk eða 85,2 (83)%, 12.238
eða 11,3 (14)% í II. gæðaflokk og 3.723 eða 3,5 (4)%
í III. gæðaflokk. Eins og sézt á svigatölunum er flokk-
unin mun betri en 1973—’74.