Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 447
Sauðfjárræktarfélögin 1975-1976
Eftir Svein Hallgrimsson og Jón V. Jónmundsson
I. Skýrsluárið 1975—1976 bárust til uppgjörs til Bún-
aðarfélags íslands skýrslur frá 102 fjárræktarfélög-
um. Helztu niðurstöður fyrir einstök félög er að finna
í töflu 1, en í töflu 2 eru birtar meðaltalstölur fyrir
einstakar sýslur. Félögin eru nú fjórum fleiri en
árið 1974—1975. Þau félög, sem nú koma til uppgjörs,
en voru ekki með árið áður, eru: Sf. Leirár- og Mela-
sveitar, Borgarfirði, Sf. Stafholtstungnahrepps, Mýra-
sýslu, Sl'. Djúpmanna, N.-ísafjarðarsýslu, Sf. Svína-
vatnshrepps, A.-Húnavatnssýslu, Sf. Skefilsstaða-
hrepps, Skagafirði, Sf. Staðarhrepps, Skagafirði, Sf.
Tunguhrepps, N.-Múlasýslu. Skýrslur bárust ekki frá
eftirtöldum fjórmn félögum, sem voru með í uppgjöri
árið 1974—1975: Sf. Vopnafjarðar, Sf. Breiðdæla, Sf.
Hafnarkauptúns og Sf. Roði, Dyrhólabreppi.
Skýrsluhaldarar voru nú 853 á móti 811 árið áður.
Skýrslufærðar ær voru samtals 101319, en voru 86771
árið áður. Þátttaka hefur því enn aukizt verulega.
Þátttaka er þó verulega breytileg eftir sýslum eins og
sjá má í töflu 2. Flestar skýrslufærðar ær eru í Suður-
Þingeyjarsýslu, 11499, og næstflestar í Skagafirði,
10195, en þar voru skýrslufærðar ær árið 1974—1975
5935, þannig að þar hefur orðið umtalsverð aukning i
skýrsluhaldi. Hvcr skýrsluhaldari hefur því nú að
meðaltali 119 skýrslufærðar ær. Þetta er eðlileg og
æskileg þróun, þar sem stöðugt fjölgar þeim félags-
mönnum, sem hal'a allar sínar ær á skýrslum. Frá