Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 490
474
B UNADARRIT
þess 889 kg á heilsárs kii, en 879 á reiknaða árskú.
Er það 80 til 90 kg meiri notkun cn árið á undan.
Ekki má búast við, að sú aukning nýtist fullkomlega
til afurða, þar sem vitað er, að heyát minnkar með
aukinni kj arnfóð urgjöf.
Enn fjölgaði þeim félögum, sem höfðu 170 kg meðal-
afurðir eða meira á heilsárs kú, reiknað i mjólkurfitu.
Voru þau alls 19 og öll á svæðinu frá Skagafirði aust-
ur um til Hornafjarðar. Tíu efstu félögin voru þessi-
Nf. Grýtubakkahrepps (5 bú aðeins) 208 kg, Nf. Háls-
hrepps 195 kg, Bf. Öxndæla 194 kg, Bf. Vopnafjarðar
192 kg, Nl'. Skútustaðahrepps 191 kg, Nf. Skriðuhrepps
184 kg, Nf. Öngulsstaðahrepps og Haganeshreppur (15
bú aðeins) 181 kg og Nl'. Svarfdæla og Nf. Hrafna-
gilshrepps með 17!) kg. Meðal þessara félaga eru þau
tvö, sem stærst eru miðað við kúafjölda félagsmanna,
þ. e. Nf. öngulsstaðahrepps og Nf. Svarfdæla.
Félög, sem náðu 4000 kg meðalársnyt eftir reiknaða
árskú voru nú 21 á móti 11 árið áður og 3 árið 1975.
Að undanteknum Bæjarhreppi í Strandasýslu eru þessi
félög öll á svæðinu frá Skagafirði austur uin til Horna-
fjarðar, og eins og' sést í töflu II er vfir 4000 kg meðal-
nyl í öllum samböndunum á því svæði nema á Ausl-
urlandi, þar sem hún er aðeins lægri. Hæsta meðal-
nyt eftir árskú höfðu þessi 11 félög: Nf. Grýtu-
bakkahrepps (5 bú aðeins) 4(5(53 kg, Nf. Skútustaða-
hrepps 4410 kg, Nf. Skriðuhrepps 4317 kg, Nf. Austur-
Skaftfellinga 4297 kg, Ripurhreppur (2 bú aðeins)
4282 kg, Nf. Auðhumla, Hólahreppi (3 bú aðeins) 4278
kg, Bf. Öxndæla 42(5(5 kg, Bf. Skarðshrepps i Skag.
(5 bú aðeins) 4194 kg, Bf. Staðarhrepps í Skag. 4158
kg, Bf. Ófeigur í Reykjahreppi (5 bú aðeins) 413!) kg
og Nf. Hálshrepps 4132 kg.
Félög, sem liöfðu yfir 400 kýr á skrá, voru nú 18
í stað 19 árið á undan. Yfir (500 kýr voru skráðar í