Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 491
NAUTGRIPARÆKTAUFÉLÖGIN
475
þessuiii í) félöguni: Nf. Öngulsstaðahrepps 972, Nf.
Svarfdæla 898, Nl'. Hrafnagilshrepps 771, Nf. Hruna-
nianna 7(i(), Nf. Hiskupstungna (>87, Bf. Svalbarðs-
strandar (171, Nf. Hraungerðishrepps (5(14, Nf. Snæfell-
inga 656 og Nf. Saurhæjarhrep])s í Eyjafirði 619.
í töflu II sést, hvernig starfsemi félaganna var á
árinu eftir heruðuni og sanihöndum. Þar er sýnt, hver
þálltaka og kúaeign hefur verið, meðalhústærð, afurð-
ir og kjarnfóðurgjöf.
Stærsta sambandið er Búnaðarsamband Eyjafjarðar,
sem tekið hefur við af Sambandi nautgriparæktarfé-
laga Eyjafjarðar (S. N. E.), sem lagt var niður á árinu.
Þar eru félagsmenn fleslir, kúaeignin mest svo og
meðalbústærð, sem er 81,0 kýr á bú. Þar eru einnig
hæslar afurðir heilsárs kúa, 178 kg mjólkurfita, og
fitumagn mjólkur langhæst, 4,36%, og hefur meira
en jafnazt sú lækkun, scm á varð árið áður. Hafa
meðalafurðir i Eyjafirði hækkað um 9 kg mjólkur-
fitu frá fyrra ári. Gagnvart nythæð er Eyjafjörður 4.
samhandið i röðinni með 4085 kg á heilsárs kú, en
ofar standa Austur-Skaftfellingar með 4391 kg (aðeins
12 bú), Suður-Þingeyingar og Skagfirðingar. Þessi
4 sambönd ná einnig 4000 kg meðalnyt á reiknaða árs-
kú, svo sem fyrr getur. Er meðalnyt kúa í þessurn
landshlutum um 500 kg hærri en meðalnyt á svæðinu
frá Vestur-Skaftafellssýslu vestur um og norður í
Húnavatnssýslur.
Skýrslufærðar kýr, sem mjólkuðu yfir 200 kg mjólk-
urfitu, voru 2425, sem er 653 kúm fleira en árið áður.
Höfðu þær áður orðið flestar 1996, og var það árið
1972. Að vísu hafa aldrei verið fleiri kýr á skýrslum en
nú, en eigi að síður er þetta athygiisvert. Af þessum
luim mjólkuðu 922 230 kg mjólkurfitu og yfir á móti
599 árið 1976. Grein um nythæstu kýrnar verður birt
í Frev. Mestum afurðuin náði enn Kæti 46, Erlings