Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 494
478
BÚNAÐARRIT
í töflu III cru skráð þau bú, þar sem nieðalnyt
reiknaðra árskúa var yfir 4000 kg og þær hið fæsta
10,0. Eru þau nú 288 talsins og hafa aldrei orðið svo
mörg áður. Flest urðu þau áður árin 1971—1973, þ. e.
í sömu röð 221,218 og 193. Árið 1975 fækkaði þeim
snögglega úr 185 i 117, en voru orðin 151 árið eftir.
Að venju er þessuin búuni skipt í 4 flokka eftir fjölda
árskúa, cn raðað innan hvers flokks eftir nythæð.
Alls eru i töflunni 14 hú með yfir 5000 kg meðalnyt.
Fyrst eru i töflunni talin bi'i með 25 árskýr og þar
yfir. Eru þau 89 á móti 48 árið áður, cn það höfðu
þau orðið flest til þess tíma. Efst í þessum flokki er
bú Jóns Laxdals, Nesi í Grýtuhakkahreppi. Þar var
meðalnyl 25,4 árskúa 5050 kg. Fast á eftir fylgir bú
Haralds Jespersens i Miðhvammi í Aðaldal með 5049
kg meðalnyt eftir 39,3 árskýr. Þrjú stærstu lniin i þess-
um flokki voru þessi: bú Bjarna Hólmgrimssonar,
Svalbarði á Svalbarðsströnd, með 81,5 árskú og meðal-
nyt 4028 kg, félagsbúið í Hollsseli í Hrafnagilshreppi
með 66,1 árskú og 4379 kg meðalnyt og hið þriðja
bú Diðriks Vilhjálmssonar, Helgavatni i Þverárlilíð,
með 60,2 árskýr og 4055 kg meðalnyt.
í næsta flokki eru bú með 20—25 árskýr. Eru þau
42, en voru 29 árið áður. Efsl í þessum flokki er bú
Ólafar Þórsdóttur, Bakka i Öxnadal, með 5050 kg
meðalnyt 23,7 árskúa. Var þetta bú einnig hæst i
sama flokki árið á undan.
í þriðja flokknum eru bú með 15—20 árskýr. Voru
þau nú 50 talsins, en voru 35 árið 1976. Efst i þeim
flokki er bú Erlings Pálssonar, Ljótsstöðum í Vopna-
firði, með 5498 kg meðalnyt 18,9 árskúa. Tvö önnur
bú eru með yfir 5000 kg meðalársnyt í þessuin flokki,
og voru þau efst árið 1976 í sama flokki. Þau eru bú
Sverris Magnússonar, Efri-Ási í Hólahreppi, með 5082
kg meðalársnyt 17,3 árskúa og bú Sigurðar Ólafsson-