Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 9
Gísli Magnússon, Eyhildarholti,
fæddur 25. mars 1893 — Dáinn 17. júlí 1981.
Tuttugasta og níunda dag júlímánaðar 1981 var umferð
mikil um sveitir Skagafjarðar. Öll hvarf þessi umferð að
sama stað, Flugumýri í Blönduhlíð. Þar komu saman hundr-
uð manna. Öldungur kominn fast að níræðu skyldi til moldar
borinn. Víst var með ólíkindum, að burtganga eins úr þeim
aldursflokki er samtíð lítur gjarnan til sem vandamáls, er
best sé að loka inni og gleyma, kalli saman slíkt fjölmenni,
sem hér varð. Jafnaidrar, vinir og langsamferðamenn voru
flestir gengnir á undan honum. Eigi að síður safnaðist fólkiö
saman. bessi hundruð vildu kveðja öldunginn hinstu kveðju
og votta honum virðingu sína. Sá, sem átti svo rík ítök í
hugum Skagfirðinga, var Gísli Magnússon, bóndi í Eyhild-
arholti, landskunnur bændahöfðingi og félagsmálamaður.
Foreldrar Gísla voru Magnús H. Gíslason, bóndi á
Frostastöðum, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir frá
Gröf í Laxárdal í Dalasýslu. Gísli faðir Magnúsar var Þor-
láksson Magnússonar prests í Glaumbæ. Gísli Þorláksson á
Frostastöðum var jafnan talinn með bestu bændum sveitar
sinnar og sterkefnaður. Frostastaðir eru líka gjöful jörð, eitt
af mestu góðbýlum Skagafjarðar. Magnús á Frostastöðum
tók því við góðum efnum, er hann hóf búskap, bjóstórbúi og
græddist fé. Frostastaðaheimilið var ætíð mannmargt og fór
þar saman velmegun og menning eins og best gerðist á
íslenskum sveitaheimilum.
Frostastaðahjónum Kristínu og Magnúsi varð tveggja
barna auðið, Gísla og Maríu, sem andaðist 18 ára að aldri, en