Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 13
BÚNAÐARRIT
XI
segir sína sögu um hug Gísla og fjölskyldu hans til Hóla, að 8
synir hans stunduðu búfræðinám á Hólum. Hann beitti sér
fyrir skólastofnun í Varmahlíð og ól með sér vonir um að þar
risi menntasetur. Hann hafði unun af tónlist og var afburða
söngnæmur. Stjórnaði Heimi fyrsta veturinn sem hann
starfaði, en Bændakórinn var fyrirrennari Karlakórsins
Heimis í Skagafirði. Hann var organisti í Flugumýrarkirkju
og síðan Rípurkirkju alls um 45 ára skeið. Hann var ljóð-
elskur og ágætlega hagmæltur. Hann átti góðan hlut að máli
um stofnun Héraðsbókasafns og Héraðsskjalasafns á
Sauðárkróki og byggingu Safnahússins yfir þástarfsemi. Það
lætur að líkum, að slíkur félagsmálagarpur, sem Gísli var,
hefði afskipti af stjórnmálum. Hann gekk ungur í Fram-
sóknarflokkinn og var þar jafnan í fremstu víglínu. Formað-
ur Framsóknarfélags Skagafjarðar var Gísli um áratuga
skeið og átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins í þrjá
áratugi. Gísli skrifaði fjölda greina um stjórnmál og var oft
orðhvass svo andstæðinginn sveið undan, en ódrengilega var
aldrei barist, hvað sem í skarst. Fjölmargt er ónefnt af félags-
og trúnaðarstörfum sem Gísla voru falin um dagana, og væri
of langt mál að rekja þau öll. Gísli þótti ölkær á yngri árum.
Kom þar bæði til að Skagfirðingum var löngum tamt að fara
með vín og mjög var sótt eftir félagsskap Gísla. Þennan
ávana lagði Gísli frá sér með aldrinum og þurfti hvorki
„samtök“ né „siglingu" sér til aðstoðar í þeim efnum.
Guðrún í Eyhildarholti, kona Gísla, var fluggáfuð, sem
hún átti kyn til, en laus við örlyndi, sem fannst hjá sumum
frændum hennar.
Faðir minn var nokkrar vikur við nám hjá Gísla, og dvald-
ist þá á heimili þcirra, en Gísli tók um nokkurt skeið ung-
linga til sín og veitti þeim tilsögn í tungumálum og fleiri
greinum. Hann lýsti Guðrúnu svo, að hlýhugur og móðurleg
umhyggja hefði einkennt hana og fyllt hús hennar. Nutu þess
jafnt þeirsem á heimilinu dvöldust ogbörn hennar. Þau Gísli
og Guðrún voru mjög samhuga í skoðunum og lífsviðhorf-