Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 14
XII
BÚNAÐARRIT
um. Páttur konunnar í starfi mannsins er sjaldan metinn að
verðleikum. Börn og heimili er í hennar umsjá í fjarvistum
makans. Erfiði og ábyrgð, sem annars væri bóndans, hvíla þá
á henni einni. Það fékk Guðrún í Eyhildarholti oft að reyna.
Því má segja að þáttur hennar í starfi og lífshamingju bónd-
ans í Eyhildarholti verði seint metinn að verðleikum.
Guðrún og Gísli áttu 11 börn, sem upp komust, og eru öll
á lífi. Auk þess áttu þau 2 börn, sem þau misstu í frum-
bernsku.
1. Magnús Halldór, bóndi, Frostastöðum, giftur Jóhönnu
Þórarinsdóttur. Sonur og tengdadóttir eru þar nýlega
tekin við búi. Magnús dvelur nú í Reykjavík og stundar
blaðamennsku.
2. Sveinn Þorbjörn, bóndi, Frostastöðum, giftur Lilju Sig-
urðardóttur. Þau hafa nýlega fluttst til Sauðárkróks og
sonur og tengdadóttir tekið við búi.
3. Konráð, bóndi, Frostastöðum, giftur Helgu Bjarna-
dóttur.
4. Rögnvaldur, sýsluskrifari, Sauðárkróki, giftur Sigríði
Jónsdóttur.
5. Gísli Sigurður, brúarsmiður og bóndi, Miðgrund, giftur
Ingibjörgu Jóhannesdóttur.
6. Frosti, bóndi, Frostastöðum, giftur Jórunni Sigurðar-
dóttur.
7. Kolbeinn, bóndi, Eyhildarholti.
8. Árni, bóndi, Eyhildarholti, giftur Ingibjörgu
Sveinsdóttur.
9. María Kristín Sigríður, húsfreyja, Sauðárkróki, gift
Árna Blöndal.
10. Bjarni, bóndi og kennari, Eyhildarholti, giftur Sal-
björgu Márusdóttur.
11. Þorbjörg Eyhildur, húsfreyja, Syðstu-Grund, gift Sæ-
mundi Sigurbjörnssyni.
Allur þessi stóri og gjörvilegi systkinahópur ílentist í