Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 19
BÚNAÐAR RII
XVII
búgarði og kynnti sér búnaðarhætti Dana og jafnframt
verkstjórn.
Á nútíma mælikvarða er sú námsbraut, sem hann gekk,
ekki löng, en reyndist honum engu að síður drjúgt veganesti,
þegar út í sjálfa lífsbaráttuna var komið.
Eftir heimkomuna frá Danmörku gerðist hann bústjóri á
hinu umsvifamikla búi foreldra sinna, sem þá mun hafa verið
eitt hið mesta á Austurlandi, og gegndi því starfi næstu sjö
árin, en faðir hans, Jón Bergsson, var þá orðinn blindur. Til
þess var vitnað hvaö honum sem ungum manni fórþettastarf
vel úr hendi. Um veru sína á Egilsstöðum á þessum tíma
hefur Ólafur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rækt-
unarfélags Norðurlands, sagt: „Ég, sem er lítið eitt yngri en
Sveinn, var þá svo lánssamur að vera þrjú misseri vinnu-
maður á Egilsstöðum og lúta stjórn Sveins. Lærði ég þá að
virða skapgerð hans og mannkosti. Var hvort tvcggja, að
hann var hinn ágætasti stjórnandi, er kunni vel að meta
hverja góða viðleitni í starfi og tók þá vægt á misfellunum, en
auk þess var hann skemmtilegur félagi og ákjósanleg fyrir-
mynd ungra manna. Hafði hann jafnan forgöngu um tóm-
stundaiðkanir okkar, einkum allt er laut að líkamsmennt, en
í þeim efnum var hann flestum okkar fremri.“
Árið 1920 var Egilsstöðum ásamt Kollsstöðum skipt í tvö
býli.
Keypti Sveinn þann hluta er áður var meginhluti hinna
upphaflegu Egilsstaða. Hófst hann þegar handa um miklar
bygginga- og jarðræktarframkvæmdir.
Árið 1921 kvæntist Sveinn eftirlifandi konu sinni, Sigríði
Fanneyju Jónsdóttur, Einarssonar og Ingunnar Pálsdóttur,
er t)juggu að Strönd í Vallahreppi, vel menntaðri gáfukonu.
Hatði hún þá lokið námi við Kvennaskólann i Reykjavík.
Var hún því vel undir það búin að taka við hinu umsvifa-
mikla heimili, sem Egilsstaðaheimilið var þá þegar orðið.
Vegna fjölþættra starfa Sveins að félagsmálum, leiðir það af
2