Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 21
BÚNAÐARRIT
XIX
allan myndarbrag snertir. Við, sem til þekkjum, höfum fylgst
með hinni öru þróun þar af mikilli aðdáun. Glæsileg fyrir-
mynd, sem ætti að vera öðrum hvatning.
Á Egilsstaðabúinu hefur verið rekið, sem nú til dags er
kallað, blandað bú. Meginuppistaðan í búrekstri þeirra
feðga hefur verið nautgriparækt, m jólkurframleiðsla og
holdanautarækt, en í þeirri grein hafa þeir verið brautryðj-
endur hér á landi. Þá má nefna myndarlegt svínabú, þar sem
aðbúnaður allur er til sérstakrar fyrirmyndar. Auk þess
fjárbú, er ég hygg að muni ekki vera langt frá meðalbúi á
íslandi og sinnti Sveinn því að nrestu sjálfur á síðari árum.
Þeir feðgar hafa lagt sig mjög fram um ræktun bústofnsins,
enda afrakstur allur í samræmi við það. Sveinn hafði mikið
yndi af að sitja góða hesta, a. m. k. á fyrri árum, og er mér
minnisstæður margur gæðingurinn er hann átti. Hefur Ing-
imar sonur hans haldið því merki vel á lofti.
Á sviði jarðræktar hafa þeir ekki setið auðum höndum.
Mest allt ræktanlegt land mun nú orðið að túni og græn-
fóðurökrunr bæði á Nesinu og einnig milli skógi klæddra
ásanna ofar í landinu.
Nú á síðari árum hefur nokkuð kreppt að jörð þeirra
vegna þarfa samfélagsins, svo sem flugvallargerðar og vax-
andi þéttbýlis.
Að frumkvæði þeirra Egilsstaðafeðga var hafist handa um
kornrækt í allverulegum mæli hér á Héraði upp úr 1950, og
stóð hún fram á miðjan sjöunda áratuginn, er veðurfar fór
kólnandi. Áður hafði að vísu verið ræktað korn í smáum stíl
á Hafursá.
Vegna nrannkosta Sveins hlaut að leiða af sjálfu sér að
honum yrðu falin margþætt störf á sviði félagsmála. Árið
1922 verður hann oddviti Vallahrepps og eftir að hreppnum
var skipt í tvö sveitarfélög var hann kjörinn fyrsti oddviti
hins nýja Egilsstaðahrepps. Var hann samfleytt í hrepps-
nefnd þess hrepps til ársins 1974, eða svo lengi, sem hann gaf
kost á sér til þeirra starfa, og lengst af sent oddviti. Hann