Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 22
XX
BÚNAÐARRIT
fékk því það hlutverk að vera þátttakandi í uppbyggingu og
þróun mála á þcim hluta jarðarinnar, er hann hafði Iátið af
hendi. Að þéttbýlisfólkið í Egilsstaðakauptúni skyldi k jósa
óðalsbóndann á Egilsstöðum sem oddvita sinn, sýnir best
það almenna traust, er hann naut.
Fulltrúi á Búnaðarþingi var hann kjörinn 1931 og sat á
Búnaðarþingi samfleytt til 1970 eða lengur en nokkur
annar. Að sjálfsögðu eru þau mörg málefnin, sem Sveinn
barðist fyrir eða kom viö sögu í á sínum Ianga starfsferli á
Búnaðarþingi. Meöal þeirra má nefna langa baráttu hans
fyrir því að fá hreinræktaðan holdanautastofn til landsins.
Með holdanautaræktinni í Hrísey ersú barátta hansað verða
að veruleika. Á Búnaðarþingi 1944 var samþykkt ályktun
þess efnis, að bændur afsöluðu sér um 10% verðhækkun,
sem þeir áttu rétt á að fá á landbúnaðarvörur, samkvæmt
þágildandi verðlagskerfi, í trausti þess að aðrar stcttir gerðu
hliðstæðar tilslakanir. Þessu barðist Sveinn mjög ákveðið
gegn, svo sem alkunnugt var á þeim tíma, þótt hann stæði
uppi einn í þeirri baráttu ásamt einum öðrum.
Þá átti Sveinn sæti ístjórn Búnaðarsambands Austurlands
á tímabilinu frá 1941 til 1968. Lengst af þann tíma mun
heimili Sveins hafa verið annað heimili Búnaðarsambands-
ins og stjórnarfundir þar haldnir. Um þá segir Páll Si-
gbjörnsson, ráðunautur, svo, en hann kom til sambandsins
1954: ,,Þar var rætt og leitað úrræða fyrir austfirska bændur,
sem áttu um þetta leyti í nokkuð harðri baráttu fyrir tilveru
sinni. Á milli var slegið á Iéttari strengi. Sveinn var einstak-
lega höfðinglegur og skemmtilegur gestgjafi. Þar naut hann
og sem á flciri sviðunt sinnar ágætu eiginkonu. Búnaðar-
sambandið og bændasamfélagið á Austurlandi nutu sér-
staklega þessara hæfileika þeirra hjóna, þegar bændafólk úr
öðrum byggðarlögum heimsótti fjórðunginn. Þá var Sveini
ekki um að kotungsbragur væri á móttökunum."
Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda var Sveinn
um árabil. Hann var fyrsti formaður Bændafélags Fljóts-