Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 23
BÚNAÐAR RIT
XXI
dalshéraðs, en það var stofnað 1958, og gegndi hann þar
formennsku til 1973, aðalhvatamaður að stofnun Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi og lengi formaður þess, og einn
af stofnendum Sparisjóðs Fljótsdalshéraðs, sem starfaði um
skeið, en var lagður niður sem slíkur og sameinaður útibúi
Búnaðarbankans á Egilsstöðum, er það tók til starfa.
Einn þáttur áhugamála Sveins var á sviði fiskiræktar, fyrst
og fremst fyrir heimabyggð sína og síðar sem einn af stjórn-
endum Landssambands veiöifélga, en þar átti hann sæti frá
1970 til s. 1. vors, að hann baðst undan endurkjöri.
Er fiskiræktarfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað 1932 var
Sveinn kjörinn formaður þess og var það óslitið þar til það
var lagt niður árið 1949. Á þeim árum var sprengdur laxa-
stigi í Lagarfossi, byggð og starfrækt tvö klakhús, en því
miður náðist ekki sá árangur, sent vænst var. Þótt félagið
væri lagt niöur, sem greint var, blundaði hugsjónin enn í
brjósti hinna bjartsýnustu. Árið 1964 var enn hafist handa
um stofnun félgsskapar og það ár var Veiðifélag Fljóts-
dalshéraðs stofnað og átti Sveinn þar sæti í undirbúnings-
nefnd og var kjörinn formaður þess á stofnfundi. Samhliða
virkjunarframkvæmdum við Lagarfoss var þar byggður nýr
Iaxastigi.
Fer árangur af því starfi, samfara aukinni þekkingu, von-
andi að koma í ljós.
Upphafsmaður var Sveinn að því að koma á reglubundn-
um oddvitafundum á Héraði, þar sem fjallað er um ýmis
samfélagsmál hreppanna á Héraði, má þar nefna lækna- og
heilsugæslumál.
Þótt hér hafi að nokkru verið getið félagsmálastarfa
Sveins, þá er langt frá því að það sé tæmandi upptalning á
öllum þeim störfum í þágu samfélagsings.
Á sviði stjórnmála lét Sveinn mikið til sín taka. Er Fram-
sóknarflokkurinn klofnaði á fyrstu árum fjórða áratugarins,
stofnuðu þeir, er taldir voru standa lengra til hægri í