Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 24
xxn
BÚNAÐAR RIT
flokknum, nýjan flokk, Bændaflokkinn. Það varð hlutskipti
Sveins að ganga í hinn nýja flokk. Að sjálfsögðu lét hann þar
mikið að sér kveða, bæði í ræðu og riti. Átti um skeið í hörku
ritdeilum við Jónas Jónsson, sem vöktu almenna athygli með
þjóðinni. Eru þær deilur undirrituðum enn í barnsminni. Þar
sem deilur þessar voru ekki að öllu leyti málefnalegar og
þegar vegið var að Egilsstaðaheimilinu almennt, blandaði
frú Fanney sér í þessar deilur með einni grein. Var henni
svarað með fyrirsögninni: „Maður á bak við konu.“ Við viss
tækifæri hafði Sveinn gaman af að vitna til þessara orða og þá
með nokkru stolti fyrir hönd konu sinnar.
Hann var í framboði fyrir Bændaflokkinn, en eftir að sá
flokkur var lagður niður, gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og
starfaði þar bæði vel og lengi. Var í framboði fyrir flokkinn
við fleiri kosningar. Á Austurlandi var á þeim árum eitt
traustasta vígi Framsóknarflokksins, sem reyndist Sjálf-
stæðisflokknum um megn að vinna, þótt hann byði fram jafn
mikilhæfan frambjóðanda sem Sveinn var.
Við kjördæmabreytinguna 1958 virtust leiðir vera að
opnast og tækifæri gefast fyrir Svein að hefja baráttuna fyrir
framgangi landbúnaðarins á nýjum vígstöðvum, en þau mál
þróuðust þá annan veg, stuðningsmönnum hans og að sjálf-
sögðu honum sjálfum til mikilla vonbrigða.
Sveinn á Egilsstöðum var stórbrotinn persónuleiki, höfð-
inglegur að yfirbragði, skemmtilegur heim að sækja og hlýr í
viðmóti. Hann var fyrst og fremst bóndi. Hugur hans stefndi
alla tíð hátt. Umsvif hans voru jafnan mikil, meðalmennskan
var honum fjarlæg. Hann var kappsfullur baráttumaður með
ríkan metnað fyrir hönd stéttar sinnar og vildi veg hennar
sem mestan. Mál sitt flutti hann í krafti sannfæringar sinnar,
af einurð og festu, skeytti því lítt að slá á þá strengi er
hljómuðu best meðal heyrendanna, hann varþað sjálfum sér
samkvæmur. Fljótur að átta sig á málum og baráttugleðin
gneistaði í augum hans. Á yngri árum var hann vel íþróttum