Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 25
BÚNAÐARRIT xxiii
búinn, glímumaður góður og fimur skautamaður, en einmitt
á þeim tíma voru þessargreinar íþrótta í hávegum hafðar hér
um slóðir.
Alla tíð lagði hann sig fram um að fegra umhverfi sitt,
enda með næmt fegurðarskyn. Voru þau hjón, sem í öðru,
samhent um það. Hinn fegursti trjágarður er við húsið þeim
megin er að Fljótinu snýr, munu elstu trén vera meira en
hálfrar aldar gömul og þroskamikil eftir því. Á scinni árum
hóf hann að planta lerki í skjóli birkiskógarins í landi sínu.
Áður en tímar líða mun árangur af því tómstundastarfi
Sveins fara að koma í Ijós, er lerkið fer að teygja sig upp yfir
birkiskóginn. Þctta framtak hans sýndi og sannaði trú hans á
nytjaskógrækt á íslandi.
Margvíslegur heiður hlotnaðist honum. Má þar nefna, að
hann var kjörinn heiðursborgari Egilsstaðahrepps,
heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands og Búnaðarsambands
Austurlands. Einnig var hann sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu.
Sveinn var heilsuhraustur lengstan hluta ævi sinnar. Síð-
ustu árin, sem hann lifði, kenndi hann þó veilu fyrir hjarta.
Honum hlotnaðist það að fá hægt og kvalalaust andlát og fá
að halda sinni alkunnu reisn til síðustu stundar, en hana bar
að hinn 26. júlí 198 1, er hann var að fagna með kunningjum
sínum í tilefni merks áfanga í lífi þeirra.
Sveinn var mikill gæfunraður í lífinu. Eins og komið hefur
hér fram, átti hann hina ágætustu konu og börn þeirra eru öll
mikið manndómsfólk. Þá auðnaðist honum það að lifa mesta
framfaraskeið sögunnar, sjá aldamótadraumana rætast, og
hann var svo sannarlega maður síns tínra. Segja ntá að þeir,
sem lifað hafa þetta skeið, Itafi í rauninni lifað miklu lengur
en öldungar fyrri kynslóða.
Útför hans var gerð frá Egilsstaðakirkju laugardaginn I.
ágúst. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrv. prófastur á Skaga-
strönd, og sóknarpresturinn, séra Vigfús Ingvarsson, töluðu
yfir líkbörum hins látna.