Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 36
10
BÚNAÐARRIT
til nota á Hvanneyri nautkálfa, er kynbótanefnd nautgripa-
ræktarinnar velur.
Forstöðumaöur Nautastöðvarinnar er Diðrik Jóhanns-
son, en Uppeldisstöðvarinnar Jón Gíslasom, og vísast til
starfsskýrslna þeirra um starfsemina á árinu.
Samstarfsnefndir og nefndir til að vinna að fraingangi niála.
Hrossamerkinganefnd var fyrst sett á laggirnar eftir Bún-
aðarþing 1978, en umboðið ítrekað eftir bráðabirgða-
skýrslu, sem lögð var fyrir Búnaðarþing 1980.
Nefndin hefur unnið að könnun á ýmsum aðferðum á
merkingu hrossa og skilar nú tillögum um ákveðið merk-
ingakerfi, sem lagðar verða fyrir Búnaðarþing 1982. í
nefndinni hafa starfað: Erlcndur Jóhannsson, Pétur K.
Hjálmsson og Þorkell Bjarnason.
Markaðsnefnd. Nefndin var endurskipuð á árinu af land-
búnaðarráðherra, en fulltrúi Búnaðarfélags lslands er áfram
Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktarráðunautur, og vísast
til starfsskýrslu hans um störf nefndarinnar.
Nefnd til að gera tillögnr um ankna fjölbreytni í búskap og
ný atvinnntœkifœri í sveitnm. Nefndin var sett á laggir í
samræmi við ályktun Búnaðarþings 1980. Nefndin starfaði
nokkuð á árinu, en af ýmsum ástæðum hefur minna orðið úr
störfum en æskilegt væri. í nefndinni eru Gunnar Guð-
bjartsson tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, Sigurður
Þörsteinsson að tilnefningu Byggðadeildar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og Jónas Jónsson frá Búnaðarfélagi
íslands.
Búreikninga- og bókhaldsnefnd var komið á fót í samræmi
við ályktun Búnaðarþings 1981 (mál nr. 12) í nefndinni hafa
starfað: Ketill A. Hannesson, Jóhann Ólafsson, Jón Viðar
Jónmundsson, Halldór Árnason, Pétur K. Hjálmsson og
Jónas Jónsson, allir frá Búnaðarfélagi íslands, og Árni Jón-
asson frá Stéttarsambandi bænda, Gísli Karlsson, hagfræði-
kennari, og Ævarr Hjartarson, héraðsráðunautur. Nefndin