Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 38
12
BÚNAÐARRIT
Sköröugili, að tilnefningu Stéttarsambands bænda, Haukur
Halldórsson, bóndi, Sveinbjarnargerði, að tilnefningu Sam-
bands ísl. loðdýraræktenda og Páll A. Pálsson, yfirdýra-
læknir.
Nefndin gerði tillögur um úthlutun leyfa til loðdýraræktar,
en landbúnaðarráðuneytið úthlutar slíkum leyfum. Hún
gerði tillögur um lánafyrirgreiöslu til stofnunar loðdýrabúa
og hvernig variö yrði því sparnaðarfé af jarðræktarlögum,
sem ákveðið var af Framleiðnisjóði og landbúnaöarráðu-
neytinu að færi til stuðnings bændum, sem hefja loðdýra-
rækt. Lagt var til að það yröi lánað sem sérstakur lánaflokk-
ur frá Stofnlánadeild með hagstæðari kjörum en önnur lán
þaðan.
Páskilaði nefndin frumvarpi til nýrra laga um loðdýrarækt
og beitti sér fyrir afgreiðslu þess á Alþingi fyrir þingslit vorið
1981. Að hinum nýju lögum samþykktum vann nefndin að
tillögum að nýrri reglugerð um loðdýrarækt og skilaði til
ráðuneytisins í október s. I. ásamt greinargerð og tillögum
um framtíðarskipun loðdýraræktarmála og lauk þar með
störfum sínum.
Nefncl til uð gera tillögur ttitt félagsmál búnaðarfélaga o. fl.
var skipuð í samræmi við ályktun Búnaðarþings 1981 (mál
nr. 30). í nefndinni eiga sæti Sigurður J. Líndal, bóndi,
Lækjamóti, Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs, Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda, og Jónas Jónsson, búnaðarmála-
stjóri. Nefndin hefur skrifað öllum búnaðarfélögum og bún-
aðarsamböndum og beðið um álit þeirra á þeirn atriðum,
sem talin eru koma til álita á ályktun Búnaðarþings. Fjöldi
svara hefur borist og er búist við að nefndin leggi álit fyrir
Búnaðarþing.
Nefncl til að endurskoða lög um grænfóðurverksmiðjur var
kosin af Búnaðarþingi 1981 í samræmi við ályktun um
eflingu fóðuriðnaðar (mál nr. 53). í nefndinni eiga sæti