Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 39
SKÝRSLA búnadarmálastjóra
13
H jalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi, Páll Ólafsson, hóndi,
Brautarholti, og Teitur Björnsson, bóndi, Brún. Nefndin
hefur enn ekki skilað áliti.
Otgáfu taflna umfódurþarfirbúfjár. í samræmi við ályktun
Búnaðarþings 198 1 (mál nr. 41) var Ólafi R. Dýrmundssyni,
landnýtingarráðunaut, falið að hafa forystu um að kalla
saman hóp manna til að ræða um og samræma notkun heita
og skammstafana í fóðurfræði. Ólafur hcfur skilað áliti
hópsins til B. í., að öðru leyti vísast til skýrslu Ólafs um þetta
mál.
Suiiöfjársæðingar og tilraunir með djúpfrystingu hrútasæðis.
í samræmi við ályktun Búnaðarþings 1980 (mál nr. 33) hafa
Sveinn Hallgrímsson, Stcfán Sch. Thorsteinsson og Por-
steinn Ólafsson, dýralæknir, starfað í nefnd til að vinna að
þessu máli. Tilraunir með djúpfrystingu hrútasæðis voru
fyrst gerðar 1979. Þeim var haldið áfram 1980, bæði árin
með nokkrum styrk frá Búnaðarfélagi íslands og Rannsókn-
tirstofnun landbúnaðarins og með stuðningi Búnaðarsamb-
ands Suðurlands, sem higði til aðstöðu á sæðingastöð sinni í
Laugardælum.
Nefndin hefur nú gengið frá tilraunaáætlun, sem hlotið
hefur viðurkenningu hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins.
Athugun á ræktun dropótts fjár.
í ágúst 1981 skipaöi landbúnaðarráðherra nefnd „til aðgera
athugun á því hvaða ávinningur kann að felast í framleiðslu á
dropóttu fé umfram aöra sauöaliti". Fulltrúi Búnaðarfélags
Islands í þeirri nefnd er Sveinn Hallgrímsson, sauðfjár-
ræktarráðunautur, en auk hans var skipuð í nefndina Guð-
rún Hallgrímsdóttir, deildarst jóri í iðnaðarráðuneytinu, og
Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búfjárdeildar Rala, sem
eins og kunnugt er hefur um langt skeið gert merkar tilraunir
með ræktun dropótts fjár á Hólum í Hjaltadal.