Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 40
14
BÚNAÐARRIT
Nefnd til að cndurskoða ábúðarlög og jarðalög.
Snemma á árinu skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að
endurskoða ábúðar- og jarðalög með tilliti til hagsmuna
verkalýðsfélaga innan A. S. í., sem keypt hafa jarðir til að
reisa á þeim orlofsbúðir. Verkalýðsfélögum hafði veriö
heitið því, að vissar breytingar yrðu gerðar á þessum lögum í
sambandi við lausn á kjaradeilu seint á árinu 1980.
Fulltrúi B. í. í nefndinni var tilnefndur Jónas Jónsson, en
formaður er Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri. Frá
Stéttarsambandi bænda er Árni Jónasson, erindreki. Frá
A. S. í. Jóhannes Sigurgeirsson og frá félags-
málaráðuneytinu Arnmundur Backman.
Nefnd þessi mun skila áliti á næstunni og Ijúka störfum.
Samstarfsnefnd uni landgræðsluáætlun og nefnd til endur-
skoðunar á tillögiim að nýrri landgræðsluáætlun.
Samstarfsnefnd um landgræðsluáætlun var skipuð 1974 í
samræmi við ályktun Alþingis 28. júlí 1974 „til að efla
samvinnu þeirra stofnana, sem hafa með höndum fram-
kvæmd landgræðslu- og gróðurverndaráætlunarinnar“.
Formaður nefndarinnar skyldi skipaður af landbúnaðar-
ráðherra, en aðrir nefndarmenn yrðu; landgræðslustjóri,
skógræktarstjóri, búnaðarmálastjóri og framkvæmdarstjóri
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Jónas Jónsson var
skipaður formaður samstarfsnefndar, og gegndi því starfi
einnig eftir að hann varð búnaðarmálastjóri. Sveinn Run-
ólfsson, landgræðslustjóri, var í nefndinni allan starfstíma
hennar og söntuleiðis Björn Sigurbjörnsson, framkvæmd-
arstjóri Rala. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, var í
nefndinni til 1977 er Siguröur Blöndal tók við. Halldór
Pálsson, búnaðarmálastjóri, var í nefndinni þar til hann lét af
starfi búnaðarmálastjóra vorið 1980.
Nefndin fylgdist með framkvæmd landgræðsluáætlunar
árin sem hún náði til, 1975—1979, og að hluta til ársins
1980, en þá var unnið fyrir þá fjármuni, sem komu í verðbæt-