Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 41
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
15
ur fyrir áriö 1979. Hún kom fram gagnvart fjárveitingar-
valdmu í sambandi viö útreikning og framkvæmd á greiðslu
veröbóta. Pá geröi hún tillögur um úthlutun þess fjár, sem
ekki gekk beint til stofnananna, þ. e. stuönig við gerö af-
rétta- og útivistarvega.
Gefin var út skýrsla um framgang áætlunarinnar eftir tvö
fyrstu árin, er birtist í Frey 74 (6) 1978 og gcfin var út í
sérprentun, sem dreift var m. a. til alþingismanna. Önnur
áfangaskýrsla var gefin út 1979 (Fjölrit: Framkvæmd land-
græðslu- og gróðurverndaráætlunar 1975—1978). Snemma
árs 1979 gekk nefndin á l'und Iandbúnaðarráðherra og ræddi
um væntanlegt framhald landgræðslu- og gróðurverndar-
starfa að áætlunartímabili landgræðsluáætlunarinnar loknu.
Með bréfi dags. 27. febrúar 1979 fól landbúnaðarráðherra
sömu mönnum og þá skipuðu nefndina að gera tillögur að
því, hvernig best yrði staðið að landgræðslu- og gróður-
verndarstörfum að áætlunartímabilinu loknu, þannig að ekki
kæmi afturkippur í þau störf að áætlunartímabilinu loknu.
Ncfndin gerði tillögur um þetta vorið 1979 og lagði til að
ný áætlun yröi gerð fyrir tímabilið 1981—1985. Leitað var
jafnframt eftir stuðningi þingflokkanna viö nýja áætlun.
Erfitt reyndist að fá afstöðu sumra þeirra Ijósa og dróst
málið l'yrir vikið.
Vorið 1980 skilaði nefndin nýrri áætlun fyrir árin
1981 —1985. Áætlun þessi ásamt greinargerð ogskýrsluum
framgáng landgræðsluáætlunar frá 1974 kom út í prentaðri
bók (Landgræðsluáætlun 1981—1985. Álit samstarfs-
nefndar um landgræðsluáætlun, Reykjavík 1980, 85 bls.)
Eftir umræður við forsvarsmenn þingflokkanna veturinn
1980—1981 var ákveðið að landbúnaðarráðherra skipaði
nefnd, sem í væru fulltrúar þingflokkanna, til að fjalla um
landgræðsluáætlunina. I nefnd þessari áttu sæti: Sveinbjörn
Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri, formaður, Egill Jónsson, al-
þingismaður, Geir Gunnarsson, alþingismaður, Ingvi Þor-
steinsson, sérfræðingur, og varamaður hans Árni Gunnarsson,
alþingismaður, sem starfaði aö mestu með nefndinni, og