Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 42
16
BÚNAÐARRIT
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, en varamaður hans,
Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur, sem
starfaði einnig nokkuð sem ritari nefndarinnar.
Nefnd þessi skilaði áliti í formi tillögu til þingsályktunar í
nóvember s. I., og hefur sú tillaga nú veriö lögð fyrir Alþingi
af ríkisstjórninni. Tillagan byggist á áliti Samstarfsnefndar
með nokkrum breytingum.
Milliþingnefnd til að endurskoða jarðræktarlög.
Nefndin var kosin í lok Búnaðarþings 1979, en hana
skipuðu: Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi, Egill Jónsson,
alþingismaður, Seljavöllum og Einar Þorsteinsson, ráðu-
nautur, Sólheimahjáleigu. Nefndin skilaði fyrst áliti fyrir
Búnaðarþing 1981, en ákveðið var aö hún starfaði áfram.
Endanlegu áliti í formi frumvarps til jarðræktarlaga skilaði
hún fyrir Búnaðarþing 1981 og er þaö birt í Búnaðarþings-
tíðindum.
Nefnd til aö gera tillögur um efliugu Jarðasjóðs var kosin á
Búnaðarþingi 1980. Nefndin skilaði áliti, sem lagt var fyrir
Búnaðarþing 1981 og var afgreitt með ályktun (mál nr. 44).
í nefndinni áttu sæti: Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti,
Einar Halldórsson, bóndi, Setbergi, og Stefán Halldórsson,
bóndi, Hlöðum.
Þátttaka í samtökum með öðrum þjóðum.
Norrænu bœndusamtökin NBC. Búnaðarfélag íslands er
aðili að íslandsdeild NBC. Formaöur deildarinnar var Jón
Helgason, er sagði af sér á árinu, og var Ingi Tryggvason,
form. Stéttarsambands bænda, kosinn í hans stað, en með
honum í stjórn eru Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfé-
lags íslands, varaformaður, og Agnar Guðnason, blaðafull-
trúi. Aöalfundur NBC var haldinn í Visby á Gotlandi
18.—2 1. ágúst og var búnaðarmálastjóri fulltrúi B. í. á þeim
fundi. Agnar Guðnason sat þann fund einnig og auk þeirra
fulltrúar Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráðs landbún-
aðarins og nokkurra sölusamtaka.