Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 44
18
BÚNAÐARRIT
son, framkvstj. Stéttarsambands bænda, verið skipaðir í
hana sem fulltrúar B. í. og Stéttarsambands bænda.
Aðrar stjórnir og nefndir. Fulltrúar tilnefndir eða skipaðir
af stjórn B. í. í nefndum og stjórnum voru á árinu sem hér
segir: Ásgeir Bjarnason í stjórn Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins,
Halldór Pálsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri, í Veiði-
málanefnd, stjórn Framleiönisjóðs og Skipulagsnefnd
fólksflutninga, Erlendur Jóhannsson og ÓIi Valur Hansson í
tilraunaráði Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, og
Ólafur E. Stefánsson og Hjörtur E. Þórarinsson eiga sæti í
stjórn Bændahallarinnar kosnir af Búnaðarþingi.
Ferðir stjórnar «g hiinuöurmálustjórn.
Innanlandsferðir. Formaður félagsins, Ásgeir Bjarnason,
og búnaðarmálastjóri mættu á hátíðarfundi, sem haldinn var
í tilefni 50 ára afmælis Bsb. Vestur-Húnavatnssýslu 3. júlí í
Staðarskála í Hrútafirði. Formaður flutti ávarp og færði
sambandinu gjörðabók að gjöf. Formaöur mætti á Fjórð-
ungsmóti hestamanna á Rangárbökkum 5. júlí og flutti
ávarp. Formaður félagsins og búnaðarmálastjóri mættu á
aðalfundi Landssambands veiðifélaga, sem haldinn var á
Hvanneyri dagana 12.—14. júlí og flutlu þar ávarp. For-
maður mætti á 30 ára afmælishátíð Búnaðarsambands
Austur-Skaftfellinga, sem haldin var 29. ágúst, en jafnframt
var þá vígt aðsetur Búnaðarsambandsins á Rauðabergi á
Mýrum. Búnaðarsambandinu var afhent gjörðabók aö gjöf.
Hjörtur E. Þórarinsson og búnaðarmálastjóri mættu á að-
alfundi Stéttarsambands bænda, sent haldinn var að Laugurn
í S.-Þing. 3.—6. september, og ávarpaði Hjörtur fundinn og
flutti honum kveðju B. í. Formaður félagsins og búnaðar-
málastjóri þágu boð um að sitja 100 ára afmælisfagnað
Búnaðarfélags Andakílshrepps, sem haldinn var að Brún í
Bæjarsveit 7. nóvember, og ávörpuðu þeir samkomuna og
færðu félaginu að gjöf gjörðabók. Búnaðarmálastjóri sat