Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 45
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
19
aðalfund Æðarræktarfélags íslands, sem haldinn var í
Reykjavík 14. nóv., og flutti þar ávarp.
Af öðrum ferðum innanlands má nefna, að dagana
14.—20. apríl fór búnaðarmálastjóri um Norðurland.
Heimsótt var tilraunastöðin á Möðruvöllum í Hörgárdal,
farið í Svarfaðardal og komið á fund stjórnar Búnaðarfélags
Svarfdæla, sem nýlega hafði haldið upp á 100 ára afmæli sitt,
og afhent gjörðabók að gjöf. (Ekki voru tök á að mæta á
afmælishátíðinni vegna veðurs.) Rætt var við ráðunauta
Búnaðarsambands Eyfirðinga og Ræktunarfélags Norður-
lands. Síðan var dvalið yfir páska í S.-Þingeyjarsýslu.
Þann 14. maí var búnaðarmálastjóri við brautskráningu
búfræðikandidata frá Búvísindadeild á Hvanneyri og flutti
ávarp. Hinn 4. júlí mætti búnaðarmálastjóri á Hvanneyri,
þar scm stóð yfir orlofsvika norrænna bændakvenna, og
flutti erindi um stöðu bóndakonunnar í íslenskum land-
búnaði l’yrr og nú.
Dagana 22. júlí —6. ágúst fór búnaðarmálastjóri hring-
ferð suður, austur og norður um land. Komið var við í
Gunnarsholti og síðan hjá ráðunautum, m. a. komið að
Rauðabergi í A.-Skaft., l'arið að Skriðuklaustri og síðan
norður um og vestur með ýmsum viðkomustöðum. Ferðin
var að mestu tekin sem sumarfrí.
Dagana I.—7. sept. fór búnaðarmálastjóri ásamt Gísla
Hjörleifssyni, Unnarholtskoti, og síðar Stefáni A. Jónssyni á
Kagaðarhóli, fóðurbirgðarnefndarmönnum, vestur um frá
Reykjavík um Mýrar á Snæfellsnes, um Dali til Hrútafjarðar
og síöan um Húnavatnssýslur með gistingu á Kagaðarhóli.
Þaðan var l'arið fyrir Skaga og um Skagafjörð og Fljót til
Olafsfjarðar, og síðan á Stéttarsambandsfund að Laugum.
Komið var víða við og var ferðin farin á vegum fóðurbirgða-
nefndar, sem síðar verður að vikið.
Ymsar skemmri ferðir voru farnar um Suðurland, m. a. í
erindum Stóðhestastöðvar, sem síðar verður að vikið.
Utanlandsferðir. Dagana 18.—24. janúar fór búnaðar-