Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 47
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
21
búnaðarþáttum útvarpsins. Þáttinn um landbúnaðarmál,
sem vikulega er í útvarpinu, annaðist Óttar Geirsson, jarð-
ræktarráðunautur, fyrir Ríkisútvarpið.
Rúðunautafundur Búnaðarfélags Islands og Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins var haldinn vikuna 2.—6. febrúar.
I undirbúningsnefnd voru, Jónas Jónsson, Magnús Sig-
steinsson og Sveinn Hallgrímsson frá Búnaðarfélagi íslands
og Björn Sigurbjörnsson, Gunnar Ólafsson og Sturla
Friðriksson frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
í allt sátu þennan fund milli 160—170 manns, þar á meðal
nær allir héraðsráðunautar, ráðunautar B. í., sérfræðingar
Rala og tilraunastjórar, kennarar og skólastjórar bænda-
skólanna og garðyrkjuskólans, nemendur í síðari hluta Bú-
vísindadeildarinnar á Hvanneyri og starfsmenn Land-
græðslu ríkisins, Landnáms ríkisins, Veiðimálastofnunar og
landbúnaðarráðuneytisins. Flutt voru 39 erindi um fjöl-
breytileg efni. Helstu efnisflokkar voru: „Beitarrannsóknir
og landnýting“, sem fjallað var um í tvo daga, „Fiskrækt",
„Hlunnindi", „Feldfjárrækt", „Eldgos og áhrif þeirra á
landbúnað", „Stjórn framleiðslumála" og „Nýting heima-
aflaðs fóðurs“.
Fundur um fiskrœkt og veiðimál var haldinn fyrir frum-
kvæöi Búnaðarfélags Islands í Bændahöllinni dagana 24. og
25. apríl. Að fundinum stóðu með Búnaðarfélagi íslands:
Landssambad veiðifélaga, Veiðimálastofnun ríkisins og
Veiðimálanefnd. Til fundarins var boðið hér-
aðsráðunautum, sem láta sig veiðimál skipta, forsvars-
mönnum veiðifélaga og fiskræktarstöðva og fulltrúum frá
Landssambandi stangveiðifélaga, auk starfsmanna og
stjórnarmanna þeirra, er til fundarins boðuðu. Árni G. Pét-
ursson, hlunnindaráðunautur, stóð að undirbúningi fund-
arins að hálfu Búnaðarfélags íslands og vísast til starfs-
skýrslu hans um nánari frásögn af fundinum.
Fundur með forsvarsmönnum rœktunarsambanda. Hinn
30. apríl boðaði Búnaðarfélag íslands og Samstarfsnefnd