Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 48
22
B ÚNAÐA RRIT
ræktunarsambandanna til fundar forsvarsmenn ræktunar-
sambanda, til aö ræöa um framtals- ogskattamál ræktunar-
sambanda, en þau mál höföu tekið nýja stcfnu að gengnum
hæstaréttardómi í máli Ræktunarsambands Mýramanna
fyrr á árinu. Samstarfsnefndin og Búnaöarfélag íslands
höföu unnið að því að fá þessi mál skýrð ásamt lögfræðingi
sínum, Sigurði Helgasyni, m. a. með viðræðum við ríkis-
skattstjóra og ríkisskattanefnd.
Númskeið fyrir frjótækna var haldið í Bændahöllinni á
tímabilinu 2.—25. nóv. Undirbúning þess annaðist Ólafur
E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur, sem veitti því
forstöðu, og meö honum Diðrik Jóhannsson, forstöðumaður
Nautastöðvar B. í. og Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir. Pátt-
takendur í námskeiðinu voru 12, og hlutu 10 Ieyfi til sæð-
inga, af þeim tveir, sem áður höfðu starfað á undanþágu með
ótíma- og óstaðbundin leyfi. 8 lilutu tímabundin leyfi í
ákveðnum héruðum, en tveir eiga að fá leyfi að lokinni meiri
verklegri þjálfun. Kennarar voru: Ólafur E. Stefánsson, Er-
lendur Jóhannsson, Diðrik Jóhannsson, Þorsteinn Ólafsson,
dýralæknir, Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, Sigurður Sig-
urðarson, dýralæknir, Þorsteinn Þorssteinsson, lífefnafræð-
ingur, og Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri.
Fundur formanna búnaðarsambandanna var haldinn í
Bændahöllinni 15. febrúar. Það er nú orðinn árlegur við-
burður að formenn komi saman og venjulega daginn fyrir
Búnaðarþing. Búnaðarfélag íslands hefur aðstoðað við
skipulagningu og fundaboðun.
Námskeið og fundir með bœndum. Engin lengri kennslu-
námskeið voru haldin á árinu, en svo sem kemur fram í
starfsskýrslum ráðunauta mættu þeir á fjölda funda á vegum
búnaðarsambanda og annarra aðila. Námskeið var haldið
fyrir rúningskennara og vísast um það til skýrslu Sveins
Hallgrímssonar, sauðfjárræktarráðunauts.
Útgáfustarfsemi. Búnaðarfélag íslands gefur reglulega út
Búnaðarritið, sem ævifélagar fá ókeypis, Frey, sem kemur