Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 49
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
23
reglulega út hálfsmánaðarlega, og Handbók bænda, sem er
upplýsinga- og fræðslurit.
Pá var gefin út á árinu bókin „F járhundurinn" eftir John
Holmes, sent þýdd var úr ensku („The Farmer’s dogs“) af
Stefáni Aðalsteinssyni. Bókin er 181 blaðsíða með formál-
um og eftirmála. Sveinn Hallgrímsson annaðist útgáfu
bókarinnar fyrir B. í.
Gefið var út eitt rit í röð fræðslurita um girðingar, 22 bls.
Ritið var unnið af samstarfshópi Skógræktar ríkisins, Vega-
gerðar ríkisins og Búnaðarfélags lslands. Óttar Geirsson sá
urn útgáfuna. Félagið styrkti á árinu útgáfu nokkurra rita
með kaupum á bókum.
Styrkir til tuims- og kynnisferða starfsmanna landbúnað-
arins. Eftirtaldir starfsmenn landbúnaðarins hlutu styrk af
fé, sem Búnaðarþing veitti til þessa:
Arni Snæbjörnsson, kennari, Hvanneyri, . kr. 2 ()()().00
Axel V. Magnússon, ráðunautur, B. í„ ... kr. 6 640.00
Björn Bjarnarson, ráðunautur, B. í„ .... kr. 9 585.00
Rannsóknarstöð til ctð mæla efnainnihald mjólkur. Lengi
hefur verið unnið að því að koma á samstarfi mjólkursam-
laganna í landinu um að koma á sameiginlegri þjónustumið-
stöð til að mæla efnainnihald mjólkur, m. a. prótein og aðra
ilokka þurrefnis í m jólkinni. Málið hafði verið undirbúið af
nefnd, sem fulltrúar nautgriparæktar B. í. og Framleiðslu-
ráðs sátu í. Síðan sendi Framleiðsluráð málið til stjórna
mjólkursamlaganna á árinu 1980. Heldur fá svör bárust og
hafði framkvæmdarstjóri Framleiðsluráðs, Gunnar Guð-
bjartsson, samband við B. í. og óskaði eftir að ýtt yrði á
málið. Var þá héraðsráðunautum skrifað og þeir beðnir að
kynna sér afstöðu stjórna mjólkursamlaganna hver á sínu
svæði og kynna afstöðuna á ráðunautafundi. Af því varð
verulegur árangur.
Næst var málið tckiö upp fyrir áeggjan B. í. og Fram-
leiðsluráðs á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar 1. apríl, og
kom þar fram áhugi fyrir að þoka málinu áfram, og var