Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 56
30
BÚNAÐARRIT
B. Plógræsi.
Svæði Rsb. Hjörleifs: Verktaki Rsb. Hjörleifur, kr. 0.50.
Mælingar. Alls mældi ég fyrir skurðum að lengd 60.025 m,
er skiptast þannig á sýslur: Dalasýsla40.186 m, Strandasýsla
16.095 m og A.-Húnavatnssýsla 3.744 m. Mælt var fyrir
vatnsveitum til heimilisþarfa á 9 jörðum, var lengd þeirra
5.940 m.
Dagana 10.—11. ágúst s. 1. sat ég fræðslufund, sem hald-
inn var á vegum VIII. deildar NJF í Ladelund á Jótlandi.
Fundurinn fjallaði vítt og breitt um framræslu með plaströr-
um og var á alla vegu hinn fróðlegasti.
Á skrifstofunni hefi ég unnið að þeim störfum, sem þörf
hefur verið að leysa hverju sinni, m. a. hefi ég yfirfarið og
úrskurðað alla reikninga heimilisvatnsveitna, sem framlags
njóta skv. jarðræktarlögum. Þá liefi ég fært gjörðabók
stjórnar Búnaðarfélags íslands.
Um leið og ég lýk þessu stutta yfirliti yfir störf á liðnu ári,
þá vil ég þakka þeim, sem ég hefi átt samstarf við, sam-
vinnuna á árinu.
í janúarbyrjun 1982,
Björn Bjarnarson
II. Skýrsla Óttars Geirssonar.
Kal. Eftir að ljóst varð, að kal í túnum væri töluvert á s. 1.
vori, ferðaðist ég nokkuð um kalsvæði, skoðaði kalin tún og
ræddi við bændur um hvernig bregðast mætti við vandanum,
sem af kalinu leiddi. Á Suðurlandi fór ég einkum um Flóann
og Hreppana, en ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands
skiptu öðrum hlutum sambandssvæðisins milli sín. Áður
höfðum við Valur Þorvaldsson, ráðunautur á Selfossi, farið í
skyndiferð austur í Landeyjar til að reyna að átta okkur á
því, hve mikil brögð væru að kali.
Ekki var hægt að koma á hvern bæ á þessum ferðalögum,