Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 60
34
BUNAÐARRIT
í október fór ég í eins dags ferð um Borgarfjörð ásamt
þeim Grétari Guðbergssyni frá Rala, Árna Snæbjörnssyni,
kennara á Hvanneyri, og Bjarna Arasyni, héraðsráðunaut.
Við skoðuðum land, sem framræst hefur verið með s. k.
skurðplóg. Landið virðist víðast hvar hafa þornað mikiö við
hagaskurðina, sem eru 50—60 cm djúpir og álíka breiðir, en
við ætlum að skoða það aftur að vori, þegar gróður lifnar, en
þá teljum við okkur geta betur dæmt um gagnsemi þessarar
framræsluaðferðar.
Um miðjan október fór ég í þriggja daga ferð í Öræfi og
mældi þar tún að Hofi og fyrir vatnsveitum að Hofi og
Svínafelli. Eiríkur Helgason, varahlutafulltrúi, var með mér
í þeirri för.
Fyrirleslrar og fundir. Ég flutti erindi á ráðunautafundi, sem
stóð 2.—6. febrúar. Fjallaði það um meðferð túna.
Dagana 16.—19. mars fór ég um Suðurland ásamt þeim
Magnúsi Sigsteinssyni og Bjarna Guðmundssyni, kennara á
Hvanneyri. Við komum á 7 fundi og fluttum erindi um slátt
og heyverkun.
Við Gunnar Guðmundsson, bústjóri í Laugardælum,
ræddum um túnrækt og nýtingu túna við kúabeit á 7 fundum
á Suðurlandi dagana 6.—9. apríl. Búnaðarsamband Suður-
lands skipulagði framangreindar ferðir.
Ég flutti erindi á bændaklúbbsfundum hjá Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar hinn 4. maí. Fundirnir voru tveir,
annar á Dalvík, en hinn í Freyvangi. Á þessum fundum ræddi
ég ræktun og meðferð túna.
Að lokum má geta þess, að ég flutti nokkra fyrirlestra um
störf ráðunauta við Búvísindadeildina á Hvanneyri.
Ritstörf. Aukfyrrgreindragreina um kal skrifaði ég6 greinar
eða pistla í Frey og 1 í Handbók bænda. Þá undirbjó ég
útkomu 2. fræðslurits Búnaðarfélags íslands, en þaö fjallar
um giröingar. Er hér um að ræða samantekt vinnuhóps, sem
Búnaðarfélag íslands átti aðild aö ásamt Landgræðslu ríkis-