Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 61
SKÝRSLUR starfsmanna
35
ins, Skógrækt ríkisins og Vegagerð ríkisins. Fræðsluritið
kom út á miðju ári.
önnurstörf. Af öörum störfum mínum skulu nokkur nefnd.
Eg á sæti í Sáðvörunefnd, sem starfar samkvæmt lögum um
eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði og sáðvörum
og verslun með þær vörur. Ég hef unnið að samningu reglu-
gerðar við þau lög ásamt þeim Hauki Jörundarsyni, skrif-
stofustjóra, og Gunnari Sigurðssyni, deildarstjóra.
Pá er ég í nefnd, sem landbúnaðarráðherra skipaði til að
vinna að heildarskipulagi í skjólbeltaræktun hér á landi.
Með mér eru í nefndinni Þórarinn Benedikz, deildarstjóri,
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Bjarni Helgason,
deildarstjóri, og Kjartan Olafsson, ráðunautur, sem er for-
maður nefndarinnar. Nefndin hefur ekki lokið störfum.
A vegum Ríkisútvarpsins sá ég um þáttinn „Um landbún-
aðarmál“. Voru 47 slíkir þættir fluttir á árinu.
Ég þakka samstarfsfólki og öðrum þeim, sem ég hef átt
skipti við á árinu, ágæta samvinnu.
11. janúar 1982,
Óttar Geirsson.
Garðyrkjuráðunauturinn
Arferði oggarðyrkja. Ég vil byrja á því að ræða nokkuð um
garðyrkjuna á liðnu ári. Eins og flestum mun í fersku minni
urðu margir gróðurhúsabændur fyrir óhemju miklu tjóni í
fárviðri því, sem gekk yfir landið 16. febrúar. Skaðar á
gróðurhúsum og gróðri urðu sums staðar mjög tilfinnan-
legir, enda voru sumir garðyrkjubændur þá þegar búnir að
gróðursetja í hús sín, en aðrir voru í miðjum önnum við
uppeldi og í þann mund að Ijúka við undirbúning á jarðvegi
fyrir gróðursetningu.