Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 62
36
BÚNAÐARRIT
Víða hlutu gróðurhús átakaniega útreið sakir veðurofsa,
og þar sem gróður var til staðar varð eyðilegging hans algjör
á svipstundu um leið og gler gaf sig. Gróðurhús, sem stóðu
hér og þar og komin voru til ára sinna, lögðust alveg saman.
Mestir urðu skaðar á S uður- og Suðvesturlandi, enda flestar
gróðrarstöðvar þar og veðurhamurinn mestur.
Strax og veðri slotaði var brugðist skjótt við með lagfær-
ingar. Síðan keyptu ýmsir plöntur erlendis frá til að bæta sér
upp missirinn, en sumir þeirra, sem guldu minna afhroð,
reyndust jafnvel aflögufærir um plöntur þegar til kom. Má
segja, að allir plöntuafgangar, sem eitthvert líf var í, hafi
verið nýttir til hins ýtrasta.
Almennt var talið að uppskeru úr gróðurhúsum myndi
seinka verulega vegna þessa áfalls, og vissulega kom það á
daginn eins og sjá má á yfirlitinu, sem hér er birt. Samt var
mesta furða hversu gróðri fleygði fljótt fram um vöxt þegar
öllu hafði verið kippt nokurn veginn í lag.
Fyrstu gúrkurnar bárust á markað þann 10. mars og tó-
matar þann 13. apríl, en hvoru tveggja kom úr gróðurhúsum,
sem að mestu höfuð sloppið við skaða.
Enda þótt árferði væri óhagstætt fyrir almennan búskap,
kom það ekki svo mjög niður á gróðurhúsaræktinni og fór
allt að lokum betur en á horfði í byrjun, bæði með ræktun og
afraksturinn. Stór skuldabaggi mun þó sliga ýmsa, einkum
þá sem nýlega hafa byrjað rekstur, og skapa erfiðan róður á
næstu árum.
Fyrir gróðurhúsaræktun ráða birtuskilyrði jafnan miklu,
en ef litið er á árið í heild, gætti sólfars í meðallagi um
sunnanvert landið.
Janúar og febrúar voru að vísu sólarlitlir, en sólskin var
þokkalegt í mars, apríl og maí. Síðan brá til hins verra í júní,
en júlí var bjartur. í ágúst voru fáar sólskinsstundir, en
haustmánuðirnir september og október voru langt fyrir ofan
meðallag. í nóvember var sólskin nálægt meðallagi og des-
ember var ágætlega bjartur.