Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 72
46
BÚNAÐARRIT
Talsverð afföll urðu á tómatarækt og fór verulegt magn í
vinnslu yfir hásumarið.
Fjárhagsleg afkorna mun víða hafa verið í tæpara lagi og
uppskera yfirleitt minni en 1980 og má eflaust rekja það að
nokkru til febrúarveðursins.
Heildaruppskera er þó afar svipuð og árið áður, en nokk-
uð fleiri m2 voru undir tómötum en 1980.
Meðalverð til framleiðenda yfir allan uppskerutímann var
u. þ. b. 17.30 kr. Lægsta skráð heildsöluverð var kr. 13 á kg.
Gúrkur komu fyrst á markað í síðari hluta mars að heitið
gæti. Heildarframleiðsla á árinu var ca. 424 tonn. Magn
uppskeru eftir mánuðum var á þessa leið: mars 6.9 tonn,
apríl 35 tonn, maí 68.7 tonn, júní 73.2 tonn, júlí 70.5 tonn,
ágúst 53.9 tonn, september 31.4 tonn, október 11.6 tonn,
nóvember 1.8 tonn. Það skal tekið fram, að tölur fyrir magn
tómata og gúrkna í mánuði hverjum eru það magn, sem kom
inn í Sölufélag garðyrkjumanna.
í gúrkurækt urðu veruleg tímabundin afföll meðan upp-
skera var í hámarki. Afkoma yfirleitt í veikara lagi.
Ekki mun meira magn hafa borist á markað í einum
mánuði en í júní 1981 eða rúm 73 tonn. Meðalverö til
framleiðenda hjá S. F. G. var kr. 10.25 pr. kg I. fl. Lægsta
skráð heildsöluverð var kr. 13 pr. kg I. fl. og 9 kr. II. fl.
Salatræktun var svipuð eða ívið minni en í fyrra, en vissir
þættir, svo sem ræktun svonefnds íssalats, virðast þola
nokkra viðbót á markað. MagníS. F. G.ca. 189.900 stk.,en
heildarmagn ca. 220.000 stk. Ræktun og neysla papriku fór
enn vaxandi og má eflaust auka ræktun enn að nokkru
marki, án þess að komi að sök.
Heildaruppskera var u. þ. b. 25 tonn. Meðalverð til
framleiðenda var kr. 34.07 pr. kg. Voru ræktendur yfirleitt
sæmilega ánægðir. Ræktun gulróta, steinselju, bauna,
grænkáls og blaðlauks í gróðurhúsum gekk áfallalítið, en er
ekki réttlætanleg nema í gróðurhúsum, sem eru ódýr í bygg-
ingu, eða í eldri húsum, sem ekki eru nothæf í afkastameiri