Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 75
SKÝRSLUR STARFSMANNA
49
lilaut ég ferðastyrk frá Búnaðarfélagi íslands, sem ég þakka
hér með.
Ráðstefna þessi var mjög vel undirbúin af hcndi Finna og
fjöldi athyglisverðra ntála á dagskrá, ekki síst þættir er varða
orkunotkun og ný efni til gróðurhúsabygginga, er sameina
lítið hitatap og mikinn styrkleika. Er hér einkunt unt að ræða
akrýlplast, sem héfur mikið brotþol og hátt geislunarhlutfall
og endingu.
Er svo komið, að þetta efni er að verða ríkjandi í nýbygg-
ingum um norðanverða Skandinavíu, þrátt fyrir að það er
u. þ. b. 3 sinnum dýrara en gler í þeim löndum.
Hér á landi er þetta efni hátollað og m2 kostar 500—600
kr. eða 8—9 sinnum dýrara en gler. Meðan svo er, mun þess
ekki að vænta, að það sé notað í gróðurhús hér á landi.
Vonandi breytast þessi viðhorf innan tíðar, því að hér er
mjög mikilsvert mál á ferðinni og vandséð er, að hægt sé að
skáka í því skjóli að orka sé ódýr, a. m. k. tæplega til fram-
búðar.
Er ljóst, að ýmsir garðyrkjubændur hafi hug á að reyna
nýjar leiðir svo frerni að nokkur f járhagslegur grundvöllur sé
fyrir hendi.
Ég var ritari Búnaðarþings, er var að störfum frá 16.
febrúar til 28. febrúar.
Alls konar matsgerðir framkvæmdi ég á árinu auk mats-
gerða vegna tjóns í ofviðrinu 16. febrúar, sem áður er getið.
bar var m. a. annars um að ræða matsgerðir á gróðrarstöðv-
um, sem seldar voru, og þá í santbandi við lánafyrirgreiðslu
vegna kaupa, s. s. jarðakauplán.
Einnig var um að ræða matsgerðir á plöntum, laukum,
hnýðum, trjáplöntum og runnum. Einkunt voru þetta
plöntur, sem höfðu orðið fyrir skemmdum í flutningi frá
útlöndum. Ýmiss konar fyrirgreiðslu annaðist ég fyrir garð-
yi'kjubænduroggarðyrkjumenn, s. s. bréfaskriftir, kannanir
á kostnaðarþáttum ýmiss konar, innlendum sem erlendunt