Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 76
50
BÚNAÐARRIT
varðandi garðyrk ju, nýungar og annað er að gagni má koma.
Ég var prófdómari við Garðyrkjuskólann á Reykjum eins
og á undanförnum árum og flutli erindi fyrir nemendur um
mál, er snerta garðyrk ju. iJá annaðist ég ýmsa fyrirgreiðslu
erlendra sérfræðinga á sviði garðyrkju, er komu hingað til
lands.
Að lokum þakka ég samstarfsmönnum öllum og öðrum,
er ég átti skipti við á árinu, ánægjulega samvinnu.
Axel V. Magnússon.
Nautgriparœktin
I. Starfsskýrsla Ólafs E. Stefánssonar.
Skrifstofan. Auk venjulegrar afgreiðslu mála vann ég úr
ýmsum gögnum nautgriparæktarstarfseminnar eins og að
undanförnu. í Búnaðarrit 1981 skrifaði ég grein um niður-
stöður skýrslna nautgriparæktarfélaganna 1980. Þáskrifaði
ég grein um nythæstu kýr félaganna sama ár. Birtist hún að
venju í Frey, en þar hafa greinar um sama meginefni verið
birtarsíðustu 30 árin. Ná þæryfir árin frá 1949 til 1980, þ. e.
32 ár. Fyrstu greinina skrifaði Gísli Kristjánsson, en ég
síðan. Erþettasennilega síðastagreinin íþessuformi,sem ég
skrifa. Nú er farið að vinna í tölvu ýmis gögn, sem ég tel
meira virði fyrir ræktunarstarfið, að komið sé á framfæri. Er
af ýmsum ástæðum eðlilegt, að endurskoðuð verði öll út-
gáfustarfsemi féiagsins í málum nautgriparæktarinnar. Eins
og að undanförnu hef ég haldið skýrslur yfir alla gripi á
sóttvarnarstöðinni í Flrísey og unnið talsvert úr þeim. Er
þetta starf að aukast eftir því, sem ræktuninni miðar áleiðis. í
undirbúningi er útgáfa á skýrslu um þau naut, fædd þar, sem
notuð hafa verið og verða í landi á næstunni. Á árinu tók Jón
Gíslason, framkvæmdastjóri Nautauppeldisstöðvar, við því
verki að taka saman ættir og afurðir þeirra nautkálfa, sem
þangað koma, og búa þau í hendur kynbótanefndar og til