Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 80
54
BÚNAÐARRIT
umræöugrundvöll. Lögðum við til, að annars vegar yrði
rædd samstilling gangmála og hins vegar hið margþætta
vandamál ófrjósemi. Fundurinn var haldinn 22. maí, og sátu
hann 1 1 menn. Var sanrþykkt að leggja til við stjórn Búnað-
arfélags íslands, að það ásamt Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, Tilraunastöð háskólans á Keldum og yfirdýralækni
tilnefndi fulltrúa í nefnd til að vinna að frekari framgangi
málsins. Varð það úr. Nefndina skipa Páll A. Pálsson, yfir-
dýralæknir, Þorsteinn Þorsteinsson, lífeðlisfræðingur frá
Tilraunastöðinni á Kelduni, Stefán Aðalstcinsson, búfjár-
fræðingur Raia, og við Erlendur Jóhannsson, ráðunautur,
frá Búnaðarfélagi íslands. Var ég tilnefndur formaður
nefndarinnar. Hún kom saman á fyrsta fund 25. ágúst og
mun skýra búnaðarmálastjóra frá störfum sínum fyrir Bún-
aðarþing 1982.
í stjórn Bændahallarinnar er ég annar fulltrúi Búnaðarfé-
lags íslands. Þá á ég sæti í Rannsóknaráði ríkisins, sem hélt
nokkra fundi á árinu. Einnig sat ég ráðstefnu vísindanefndar
OECD í Reykjavík 10. og II. september um vísinda- og
tæknistefnu á íslandi. Þrjá stjónarfundi Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins sat ég á árinu scm varamaður Ásgeirs
Bjarnasonar. í II. kafla þessarar skýrslu ergreint frá störfum
kynbótanefndar, en ég er formaður hennar. Fyrsti fundur
íslandsdeildar N(Z)K (sjá framar) var haldinn 3. febrúar og
kosin stjórn, sem starfa skyldi, unz reglulegur aðalfundur
kæmi saman síðar á árinu. I stjórn voru kosnir Páll Lýðsson,
bóndi, Bragi Líndal Olafsson, sérfræðingur Rala, og undir-
ritaður, sem jafnframt er formaður. Á aðalfundi, 6. nóvem-
ber, var stjórnin endurkosin.
II. Nautgriparæktin.
Tala nautgripa. í árslok 1980 (hausttalning) voru 59.933
nautgripir á landinu öllu og hafði fjölgað um 2.761 frá árinu
áður eða4,8%. Kýr voru 33.577, hafði fækkað lítið eitt, þ. e.
um 172. Kelfdar kvígur voru 4.102, sem er 361 færra en árið