Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 81
SKÝRSLUR STARFSM ANNA
55
áöur, en þá fækkaði þeim um 18,9%. Geldneyti voru
11.590. Fjölgaði þeim um 1.693 eða 17,1%, en hafði árið
áður fækkað um 1.100. Kálfar voru 10.664 og hafði fjölgað
um 1.601 eða 17,7%. Pessar tölur sýna, hve hart kúabændur
brugðust við, þegar nauðsynlegt reyndist að draga úr mjólk-
urframleiðslunni. Má ætla, að þeir hafi eðlilega reynt að
auka nautakjötsframleiðsluna í staðinn og tiltölulega mörg
geldneyti og kálfar hal'i verið sett á í þeim tilgangi.
Mjólkurframleiðslan. Innvegin mjólk í mjólkurbú 1981 nam
102 958 972 lítrum og hafði minnkað frá árinu áður um
4 058 588 lítra, sem nemur 3,8‘Xo miðað við mjólkurmagn
1980. Framleiðslan hefur dregizt saman á hverju ári síðustu
3 árin. Nemursamdrátturinn áþesum tíma 14,3‘%> miðað við
innvegna mjólk 1978. Hefur mjólkurframleiðendum tekizt
á skömmum tíma að aðlaga framleiðsluna að innanlands-
þörfum við breyttar aðstæður og það án þess, að tímabund-
inn skortur hafi orðið á neyzlumjólk.
Mjólkurmagnið skiptist þannig milli mjólkurbúa sam-
kvæmt skýrslu Framleiðsluráðs landbúnaðarins:
Mjólkurbú:
Mjólkurstööin í Reykjavík ....
Mjólkursaml. í Borgarnesi . ...
Mjólkursaml. í Búðardal ....
Mjólkurbúiö á Patreksfiröi . ..
Mjólkurstööin á ísafiröi ...
Mjólkursaml. á Hvammstanga
Mjólkursaml. á Blönduósi .. ..
Mjólkursaml. á Sauðárkróki ..
Mjólkursaml. á Akureyri ....
Mjólkursaml. á Húsavík .....
Mjólkursaml. á Pórshöfn ....
Mjólkursaml. á Vopnafiröi
Mjólkursaml. á Egilsstööum
Mjólkursaml. á Neskaupsstaö .
Mjólkursaml. á Djúpavogi . . ..
Mjólkursaml. á Hornafirði .. ..
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi
Innv. mjóik. Breytingar frá 1980.
lítrar lítrar %
4 232 192 - 362 813 - 7,9
9 030 170 - 960 677 - 9,6
2 609 984 - 262 533 - 9,1
785 825 - 47 535 - 5,7
1 369 324 - 19 258 - 1,4
2 541 873 - 243 782 - 8,8
3 899 277 - 69 746 - 1,8
7 449 577 - 198 215 - 2,6
21 212 856 - 337 938 - 1.6
6 483 999 - 42 013 - 0,6
228 983 44 667 24,2
556 981 11 647 2,1
2 423 859 - 69 245 - 2,8
611 895 - 88 610 ■ - 12,6
287 567 - 11 688 - 3,9
1 592 695 - 25 355 - 1,6
37 641 915- - 1 375 494 - 3,5
Alls: 102 958 972 - 4 058 588 - 3,8